Glaicer Guys flytja jólalag – gefa til góðgerðamála

Þeir Hannes Gústafsson, Friðrik Már Sigurðsson og Theodór Sigurbjörnsson, sem kalla sig Glacier Guys, hafa unnið ótrúlegt afrek með því að safna rúmlega 1.250.000 krónum til styrktar góðgerðarmálefnum. Þessir kraftmiklu strákar halda áfram að gleðja eyjafólk með fallegum söng sínum og einstakri góðmennsku. Hér má sjá skilaboðin sem þeir vilja koma á framfæri, ásamt flutningi […]

Orðið jólalegt í Eyjum

default

Fyrsti sunnudagur í aðventu er á morgun, 1. desember. Óhætt er að segja að það sé jólalegt um að litast í Eyjum í dag. Hvít jörð og nánast logn. Halldór B. Halldórsson sýnir okkur svipmyndir frá í morgun hér að neðan. (meira…)

Á ferð og flugi um bæinn

Solhlid 1124 Hbh Skjask

Nú skellum við okkur með Halldóri B. Halldórssyni vítt og breitt um Vestmannaeyjabæ. Myndbandið er tekið í dag, föstudag. (meira…)

Flutningurinn heppnaðist afar vel

DSC 3811 (1)

Síðastliðinn föstudag hóf Laxey flutning á fyrstu seiðunum frá seiðastöðinni yfir í áframeldið í Viðlagafjöru. Fram kemur á heimasíðu fyrirtækisins að flutningurinn hafi heppnast afar vel. „Fyrir einu ári síðan fékk Laxey sinn fyrsta skammt af hrognum, sem síðan hafa vaxið í gegnum ferlið á seiðastöðinni okkar. Nú eru þau tilbúin að halda áfram vexti […]

Handverksmarkaður – myndband

Handverksm 2024 Hbh

Líkt og greint var frá fyrr í dag hér á Eyjafréttum er glæsilegur handverksmarkaður í Höllinni um helgina. Hann hófst í dag og er einnig opinn á morgun, sunnudag. Halldór B. Halldórsson leit við þar og að sjálfsögðu hafði hann myndavélina með í farteskinu. (meira…)

Í blíðu yfir Eyjum

Yfir Hofn Midbæ Hbh Skjask 1124

Gott veður hefur verið í Eyjum í gær og í dag. Sannkölluð blíða. En samt minnir veturinn á sig með kuldatíð og frosti. Áfram er gert ráð fyrir kuldatíð. „Norðaustan 8-13 m/s, en 13-18 syðst á morgun. Bjart að mestu og frost 0 til 7 stig.” segir í nýrri spá Veðurstofunnar fyrir Suðurland. Halldór B. […]

Opna aftur eftir breytingar

ÓPF

Iðnaðarmenn í Vestmannaeyjum lögðu leið sína í Miðstöðina í gærkvöld en þar gátu þeir kynnt sér ýmis verkfæri sem þar eru til sölu. Einnig var boðið upp á léttar veitingar. Mar​i​nó Sigursteinsson er eigandi Miðstöðvarinnar. „​Við vorum að opna eftir breytingar á búðinni og því var ákveðið að halda smá teiti. Einnig höldum við upp […]

Ferðalag um Heimaey

default

Í dag fer Halldór B. Halldórsson með okkur í fjögurra mínútna ferðalag um Heimaey. Sjón er sögu ríkari! (meira…)

Þingmannsefnin fengu skýr skilaboð frá Eyjamönnum

Í kvöld fór fram framboðsfundur í Höllinni. Að fundinum stóðu Vestmannaeyjabær, Eyjafréttir og Tígull. Í pallborði voru fulltrúar allra framboða sem bjóða fram í Suðurkjördæmi. Á annað hundruð Eyjamenn mættu á fundinn og var spurningum beint til frambjóðenda frá skipuleggjendum fundarins og úr sal.  Eftirfarandi ályktun var samþykkt samhljóða. Ályktun Fundarmenn gera þá lágmarkskröfu til […]

Ný ábreiða frá Glacier Guys

Dukararnir 2

Þeir Hannes Gústafsson, Friðrik Már Sigurðsson og Theodór Sigurbjörnsson halda áfram að skemmta landanum með frábærum ábreiðum, sem  þeir kalla „föstudagsfiðringinn.“ Í þetta sinn er það hittari frá Helga Björns sem varð fyrir valinu. Þeir þremenningar – sem kalla sig “Glacier Guys” – láta ekki nægja að skemmta okkur með góðri tónlist því einnig safna […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.