„Auðlindin okkar“ opnar vefsíðu

Vefsíðan audlindinokkar.is hefur verið opnuð. Þar má finna upplýsingar og gögn sem tengjast verkefninu Auðlindin okkar sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ýtti úr vör í maí með skipan fjögurra starfshópa og samstarfsnefndar um sjávarútvegsstefnu. Verkefni hópanna Samfélag, Aðgengi, Umgengni og Tækifæri er að greina áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi og tengdum greinum ásamt því að meta þjóðhagslegan ávinning fiskveiðistjórnunarkerfisins. Á síðunni má finna upplýsingar um upplegg […]
Veiðráðgjöf loðnu lækkar

Hafrannsóknastofnun ráðleggur að loðnuafli veturinn 2022/2023 verði ekki meiri en 218.400 tonn. Ráðgjöfin kemur í stað upphafsráðgjafar upp á 400 000 tonn sem byggði á magni ókynþroska loðnu í haustmælingum 2021. Ráðgjöfin verður endurskoðuð að loknum mælingum Hafrannsóknastofnunar á stærð veiðistofnsins í janúar/febrúar eins og aflaregla strandríkja fyrir stofninn gerir ráð fyrir. Hlekkur á ráðgjöf. […]
Hin mörgu andlit sjávarútvegs

Það er af sem áður var, að störf í sjávarútvegi séu einhæf eða einsleit, í dag eru þau allt annað en það! Við tókum nokkrar konur tali sem hafa unnið í fiskvinnslu í skemmri eða lengri tíma í Vestmannaeyjum og komumst að því að störfin eru bæði mörg og fjölbreytt og að starf innan stöðvanna […]
Ný skýrsla um landeldi

Á heimsvísu hefur eldi á laxi aukist mikið á undanförnum áratugum. Laxeldi er nær eingöngu stundað í sjókvíum og er það víða umdeilt vegna umhverfisáhrifa. Í sumum löndum hefur hægt á vexti í framleiðslu vegna ýmissa umhverfisþátta og er stöðugt unnið að umhverfisvænni lausnum í laxeldi. Landeldi hefur verið kynnt sem möguleg lausn við helstu […]
Rusl á sjávarbotni

Fimmtudaginn 22. september kl. 12:30 verður málstofa Hafrannsóknastofnunar haldin í fundarsal á 1. hæð að Fornubúðum 5 í Hafnarfirði. Petrún Sigurðardóttir flytur erindið: Rusl á hafsbotni við Ísland: Samantekt á skráningu rusls við kortlagningu búsvæða á hafsbotni 2004-2019. Hingað til hefur lítið verið vitað um örlög rusls í hafinu við Ísland en algengt er að sjá […]
Útbreiðsla makríls meiri nú

Útbreiðsla makríls var mun meiri við Ísland í ár samanborið við síðustu tvö ár og mældist makríll fyrir austan, sunnan og vestan landið, að því er fram kemur í samantekt á niðurstöðum sameiginlegs uppsjávarleiðangurs Íslendinga, Færeyinga, Norðmanna og Dana. Fyrir sunnan land náði útbreiðslan yfir landgrunnið og suður að 61°N. Mesti þéttleikinn var fyrir suðaustan landið og […]
Yngstir í flotanum

Hæfileikar og vinnusemi spyrja ekki um aldur, en nokkuð ljóst er að með þeim yngstu í flotanum starfa á Kap VE4. Yfirvélstjórinn heitir Ólafur Már Harðarsson og Theodor Hrannar Guðmundsson leysir hann af í fríum. Ólafur er ’90 módeil og Theodor er ’96 módel. Þetta kemur fram á Facebook síðuð hjá Erni Friðrikssyni. (meira…)
Makrílvertíð án þjóðhátíðarhlés

Makrílvertíð án þjóðhátíðarhlés Makríllinn í Smugunni vonast trúlega eftir því að geta sveiflað sporði áhyggjulaust á meðan þjóðhátíð varir í Vestmannaeyjum. Svo verður ekki. Vertíðin hefur sinn gang, bæði veiðar og vinnsla. Það á að minnsti við um Vinnslustöðina. Öll uppsjávarskipin fjögur eru á sjó og vinna í landi verður í samræmi við aflann sem […]
Eingarréttur skapar skynsamlega hvata

Nýjasta tölublað Bændablaðsins, sem kom út 21. júlí síðastliðinn, er heilsíðugrein um sjávarútveg. Fyrirsögn greinarinnar, sem er sú sama og á þessari færslu hér, greip augu blaðamanns og tók ekki eftir því fyrr en langt var liðið á lesturinn að greinin var eftir Eyjamanninn Binna, sem er oftar en ekkikenndur við Vinnslustöðina. Ekki er ætlunin […]
Strandveiðar stöðvaðar óvænt

Í tilkynningu frá Fiskistofu kemur fram að síðasti dagur strandveiða 2022 hafi verið 20. júlí. Stofan hefur sent auglýsingu þess efnis til birtingar í Stjórnartíðindum. Samkvæmt Landssambandi Smábátaeigenda eru ennþá 789 tonn óveidd af 11.074 tonna aflaviðmiðun í þorski. Það kemur á óvart að síðustu dagar strandveiða hafi náð að virkja ákvæði laga um lokun. Búist […]