Söfnun á körum VSV

Kor_TMS_IMG_5907

Nú er verið að safna saman körum í eigu Vinnlustöðvarinnar, sem eru víðsvegar um hafnarsvæðið og annarstaðar í bænum. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að það séu starfsmenn Hafnareyrar sem sjá um það verk. Þetta á að klárast í þessari viku og eiga þá kör Vinnslustöðarvinnar eingöngu að vera í eða við hús fyrirtækisins. Sækja […]

Verðmæti inn og verðmæti út

Vestmannaeyjabær liggur vel við góðum fiskimiðum og er einn mesti útgerðarstaður landsins. Ferjan Herjólfur fer daglegar ferðir til og frá Landeyjarhöfn og Vestmannaeyjahöfn. Áætlunarskip á leið til og frá Evrópu hafa viðkomu í Vestmannaeyjum og þar á fjöldi fiskiskipa heimahöfn. Þetta segir á heimasíðu hafnarinnar sem er ein stærsta útflutningshöfn landsins. Oft mikil umferð eins […]

„Alger ófögnuður”

Bergur Gamur 1 Sept 2024 AR

Í fyrrinótt þegar ísfisktogarinn Bergur VE var á landleið til Vestmannaeyja af Austfjarðamiðum var ákveðið að taka lokahol túrsins á Pétursey. Þegar trollið var síðan tekið upp kom í ljós að því fylgdu hliðar úr gámi sem augljóslega var kominn frá Eimskip. Greint var frá þessu í fjölmiðlum í gær: Fengu gám í trollið – […]

Að veiðum í 98 tíma og á siglingu í 65 tíma

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE landaði fullfermi í heimahöfn í Vestmannaeyjum á miðvikudagskvöld. Bergur VE kom síðan í kjölfarið og landaði í gærmorgun. Afli beggja skipa var mest þorskur og ýsa. Bæði skip voru að veiðum fyrir austan land og var veiðin ágæt þar til brældi á þriðjudagskvöld, en þá var Vestmannaey búin að fylla og Bergur […]

Fengu gám í trollið

bergey_bergur_op

Í morgun fékk ísfisk­tog­ari­nn Berg­ur VE hluta af gám frá Eim­skip í trollið hjá sér. Fréttavefur Morgunblaðsins greindi fyrst frá. Í sam­tali við mbl.is er haft eftir Jóni Val­geirs­syni, skip­stjóra skips­ins, að gám­ur­inn hafi komið í trollið þegar þeir voru að toga upp botn­vörpu af Pét­urs­ey. Fimmtán gámar féllu útbyrðis af Dettifossi, flutningaskipi Eimskip, aðfaranótt […]

Vel heppnuð Eyjaferð

20240907 163617 Cr

Um síðustu helgi heimsóttu félagar í Félagi skipa- og bátaáhugamanna Vestmannaeyjar. Félagið var stofnað í Reykjavík í febrúar árið 2012 og er tilgangur félagsins að efla áhuga og umræðu um skip og báta af öllum stærðum og gerðum, flytja kynningarefni, fræðsluefni og stunda sögulegar rannsóknir tengdar skipum og siglingum í víðu samhengi. Rætt er við […]

Öll kerfi í seiðaeldisstöð komin í gagnið

Seiðeldisstöð LAXEYJAR við Friðarhöfn er komin í fulla notkun. Hrognin koma ofan af landi og eru sett inn í klakskápa þar sem vatn flæðir um þau í lokuðu kerfi, til að tryggja að hámarks vatnsgæði. Þau klekjast fljótlega út og verða að kviðpokaseiðum. Í kviðpokanum er næring seiðanna og þegar hann klárast er komin tími […]

Skoða hvort leyft verði að geyma meiri makrílkvóta

Frétt úr Austurfrétt.is Matvælaráðuneytið hefur til skoðunar hvort gefin verði út sérstök heimild til að geyma meira en þau 15% sem samkvæmt reglugerð er leyft að flytja á milli ára af óveiddum makrílkvóta. Framundan í haust eru nýir samningafundir við nágrannaþjóðir um makrílveiðar. Samkvæmt tölum Fiskistofu er búið að veiða rúmlega 86.500 tonn af tæplega […]

Ráðherra leggur fram tillögur um breytingar á lögum um sjávarútveg

_DSC0433.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra mun leggja fram tillögur á komandi þingi að breytingum á lögum varðandi sjávarútveg. Breytingarnar byggja m.a. á þeim tillögum sem starfshópar verkefnisins Auðlindarinnar okkar lögðu fram í samráðsgátt stjórnvalda í nóvember árið 2023. Að auki er áformað að leggja fram tillögu til þingsályktunar um sjávarútvegsstefnu en drög stefnunnar hafa einnig verið […]

​Sýnir styrk og samvinnu allra sem að koma

Í síðustu viku var haldin í Eyjum sjávarréttahátíðin Matey. Hátíðin var vel heppnuð í alla staði og ekki að sjá annað en að gestir hátíðarinnar hafi verið ánægðir með afraksturinn. En Matey fer ekki bara fram á veitingastöðum bæjarins. Vinnslustöðin tók til að mynda á móti Suður-Evrópskum kokkanemum og kynnti fyrir þeim fyrirtækið og framleiðsluna. […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.