Betra ef hér væru fleiri skip

Uppsjávarskipið Polar Amaroq er statt við línuna á milli Íslands og Grænlands og leitar loðnu. Heimasíða Síldarvinnslunnar hafði samband við skipið í gær og ræddi við Ólaf Sigurðsson, stýrimann. Ólafur var fyrst spurður hvort vart hefði orðið við loðnu. „Við erum hérna Grænlandsmegin við línuna og það eina sem við höfum séð núna er smáryk. Við […]

Sjórannsókna- og síldarleiðangur

Þann 20. október sl. hófst sjórannsókna- og síldarleiðangur á rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni. Í leiðangrinum verða gerðar mælingar á hita og seltu sjávar á rúmlega 70 stöðum umhverfis landið ásamt því að taka sýni til rannsókna á efnafræði sjávarins, m.a. súrnun sjávar. Þessar rannsóknir eru hluti af langtímavöktun á umhverfisskilyrðum í hafinu við Ísland. Hægt að […]

Brælur og betri verð 

Það er lítið að frétta, það gengur ágætlega í síldinni sagði Sverrir Haraldsson hjá Vinnslustöðinni þegar við ræddum við hann á þriðjudag. Hann sagði brælur og rólegt fiskerí hafa sett svip á bolfiskveiðarnar í haust. „Breki er í haustrallinu fyrir Hafrannsóknarstofnun, hann landaði í gær á Siglufirði. Breki er búinn að taka djúpkantana úti fyrir Vestfjörðum og á Grænlandssundi og langt […]

Ísfélagið með mesta loðnukvótann

Fiski­stofa hef­ur út­hlutað veiðiheim­ild­um í loðnu vegna kom­andi vertíðar í sam­ræmi við afla­marks­hlut­deild út­gerða. Farið var yfir úthlutunina á vef mbl.is í morgun. Ísfé­lag Vest­manna­eyja er með stærsta hlut­inn eða 19,99% og er fyr­ir­tæk­inu því heim­ilt að veiða 125.313 tonn. Þrjú fyr­ir­tæki og tengd fé­lög fara með 56,48% af loðnu­kvót­an­um. Heild­arafli vertíðar­inn­ar má verða allt […]

Sjávarútvegsdagurinn 2021

Sjávarútvegsdagurinn, í samstarfi Deloitte, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtaka atvinnulífsins, verður haldinn þriðjudaginn 19. október í Silfurbergi, Hörpu. Fundurinn hefst klukkan 8:30 og stendur til klukkan 10:00. Léttur morgunverður frá klukkan 8:00. Yfirskrift Sjávarútvegsdagsins í ár er: Vel í stakk búinn og vísar til þess að bæði sjávarútvegur og fiskeldi komust nokkuð klakklaust í gegnum […]

Síldardansinn dunar

„Síldveiðarnar ganga ljómandi vel. Útgerðarstjórnunin snýst aðallega um að skipuleggja sjósókn þannig að hráefnið komi til vinnslu eins ferskt og kostur er. Þess vegna þurfa skipin oft að bíða í höfn eftir að komast á veiðar á ný til að ekki myndist bið eftir löndun. Við eigum eftir um 4.000 tonn af norsk-íslensku síldinni og […]

Kap strandaði í Vestmannaeyjahöfn (myndir)

Kap VE uppsjávarveiðiskip Vinnslustöðvarinnar losnaði rétt í þessu eftir að hafa strandað í Vestmannaeyjahöfn. Skipið var á leið til löndunar á síld í Eyjum. Sindri Viðarsson hjá Vinnslustöðinni sagði þetta miður en væri að koma fyrir annað slagið. “Það hleðst reglulega upp rif þarna þar sem Herjólfur er að snúa sér. Þegar þessir stóru skip […]

Úthafskarfaveiðar ekki taldar ráðlegar næstu árin

Í gær veitti Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) ráð um veiðar ársins 2022-2024 fyrir efri og neðri stofna úthafskarfa. Úthafskarfi – neðri stofn ICES ráðleggur í samræmi við nýtingarstefnu sem mun leiða til hámarks afraksturs til lengri tíma litið (MSY) að veiðar skuli ekki stundaðar árin 2022, 2023 og 2024. Hrygningarstofninn hefur minnkað verulega frá því að veiðar […]

Ráðleggja veiðar á allt að 904.200 tonnum af loðnu

Haf­rann­sókna­stofn­un ráðlegg­ur veiðar á allt að 904.200 tonn­um af loðnu fyr­ir kom­andi vertíð. Und­an­far­in ár hafa verið frek­ar rýr og því um tölu­verða aukn­ingu að ræða frá síðustu vetri en þá var kvót­inn 127.300 tonn. Þetta kom fram á fundi Haf­rann­sókna­stofn­un­ar í dag. Í upp­hafs­ráðgjöf sem veitt var í des­em­ber á síðasta ári, sem byggði […]

Verð sjávarafurða á uppleið

Verð íslenskra sjávarafurða mælt í erlendri mynt hækkaði um 2% á öðrum fjórðungi ársins borið saman við fjórðunginn á undan. Þetta er í fyrsta skipti síðan á fyrsta fjórðungi síðasta árs sem verð hækkar milli samliggjandi fjórðunga og því fyrsta verðhækkunin eftir að faraldurinn hófst. Þetta kom fram í nýjustu Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. Verð á […]