„Fínasti karfi”

20221025_084958

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE landaði fullfermi af karfa í Eyjum í gærmorgun. Á vefsíðu Síldarvinnslunnar er rætt við Birgi Þór Sverrisson skipstjóra í seinni partinn í gær og forvitnast um túrinn. „Þetta var fullfermi af karfa. Það voru nokkrir ufsar með í aflanum. Við fengum karfann á Reykjanesgrunni og í Skerjadýpinu og það gekk vel að […]

Fyrst karfi, síðan ýsa og þorskur

Vestmannaey Okt 22

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE landaði fullfermi af karfa í Eyjum sl. sunnudag. Í morgun landaði skipið síðan nær fullfermi af ýsu og þorski. Birgir Þór Sverrisson skipstjóri er tekinn tali á vef Síldarvinnslunnar. Þar er hann fyrst spurður um hvernig karfatúrinn hefði gengið. „Hann gekk býsna vel. Við fengum karfann að mestu í Skerjadýpinu og það […]

Ánægðir með breytingarnar

Gullberg A Midunum 0724 Oskar Skipstj A Sighv IMG 6317

Gullberg VE stoppaði stutt við í Eyjum eftir viðhaldsstopp í Slippnum á Akureyri. Leiðin lá beint á makrílmiðin. Halldór Alfreðsson, er með skipið í túrnum, en hann leysir Jón Atla Gunnarsson skipstjóra af. Halldór er einungis 27 ára gamall. Rætt er við Halldór á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar. Þar segir hann veiðina vera búna að vera trega. […]

Smekkfull af ýsu

Svn Vestmannaey

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE kom til löndunar í Eyjum á þriðjudaginn en landað var úr skipinu deginum á eftir. Þetta var fyrsta veiðiferð Vestmannaeyjar að afloknu fimm vikna stoppi. Rætt var við Birgi Þór Sverrisson skipstjóra á vef Síldarvinnslunnar í gær. Þar var hann fyrst spurður um hve langur túrinn hefði verið. “Hann var ekki nema […]

Fyrirtæki í landeldi sem vert er að fylgjast með

Eyjafréttir 50 ára – Kveðja frá 5 ára Laxey: Það er í raun merkilegra en hægt er að gera sér í grein fyrir að í 50 ára afmælisblaði Eyjafrétta skuli vera pistill um fyrirtæki sem er ekki orðið 5 ára. Það er gömul tugga, en sönn að lífið heldur áfram og það heldur einnig áfram […]

Sigurbjörg ÁR-67 lögð af stað

Sigurbjörg ÁR-67, nýtt skip Ísfélagsins lagði úr höfn fyrir stundu. Fyrsti áfanginn er að skipið leggst fyrir akkeri og bíður þess að fá afgreidda olíu. Þegar því er lokið hefst heimferðin sem, ef allt gengur að óskum, tekur um tvær vikur. Í áhöfn er níu íslenskir skipverjar og tveir tyrkneskir tæknimenn munu sigla með skipinu […]

VSV: Endurskipuleggja útgerð uppsjávarskipa

vsv_2016-6.jpg

Í dag var sjómönnum á uppsjávarskipum samstæðu Vinnslustöðvarinnar tilkynnt um breytingar á skipastól útgerðarinnar. Félagið gerir nú út þrjú skip til uppsjávarveiða.  Huginn VE, Sighvat Bjarnason VE og Gullberg VE.  Í kjölfar minnkandi aflaheimilda í makríl, síld og loðnu, sem nema 45 þúsund tonnum,  er ekki þörf á að gera öll þrjú skipin út á […]

Sjómenn á frystitogara landa sjálfir

Yfirlýsing Sjómannasambands Íslands vegna frávika frá aðalkjarasamningi. Sjómenn ganga í störf hafnarverkamanna og taka að sér löndun eftir langa útiveru. Sjómannasamband Íslands leggur það ekki í vana sinn að hlutast til um kjarasamninga annara „stéttarfélaga“. Nú er hins vegar svo komið að ekki verður orða bundist. Útgerðarfélagið Brim hf með blessun Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, […]

Annar karfatúr Bergs á einni viku

Bergur Nyr Opf

Ísfisktogarinn Bergur VE landaði fullfermi af karfa í Þorlákshöfn á laugardaginn. Þetta var annar karfatúr skipsins á einni viku.  Haft er eftir Jóni Valgeirssyni skipstjóra á vef Síldarvinnslunnar að veiðin hafi gengið vel. “Það var einfaldlega fantakarfaveiði á Fjöllunum á Reykjaneshryggnum. Það gekk hratt og vel að fylla skipið rétt eins og í karfatúrnum á […]

Fylltu skipið af karfa á 30 tímum

20220816_bergur_tm_min

Bergur VE kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum á miðvikudaginn með fullfermi af karfa að aflokinni stuttri veiðiferð. rætt er við Ragnar Waage Pálmason skipstjóra á vef Síldarvinnslunnar. Þar er hann spurður hvernig veiðin hefði gengið. ,,Hún gekk býsna vel. Það var jöfn og góð veiði. Veitt var á Reykjaneshryggnum en síðasta holið var þó tekið […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.