Bergur heldur til veiða í dag

Ísfisktogarinn Bergur VE hefur í um mánaðartíma verið í Hafnarfirði þar sem ýmsu viðhaldi hefur verið sinnt. Framkvæmdur var öxuldráttur, báðar aðalvélar teknar upp og fleiri smærri verkefni voru á dagskrá. Þetta kemur fram í frétt á vef Síldarvinnslunnar. Skipið var um tveggja vikna skeið í flotkví Vélsmiðju Orms og Víglundar á meðan viðhaldvinnan fór […]
Aðventan hafin hjá Ingigerði jólasíldardrottningu

Síldaraðventan er hafin í Vinnslustöðinni. Niðurtalning til jóla hefst hjá venjulegu fólki fjórum vikum áður en klukkur hringja inn hátíðina. Aðventan gengur hins vegar í garð strax í október hjá Ingigerði Helgadóttur flokksstjóra í uppsjávarvinnslunni. Þá hefst nefnilega framleiðsluferli hinnar ómissandi jólasíldar VSV með tilheyrandi gleði hjá þeim sem skipa síldarhópinn í fyrirtækinu og spenningi […]
Dágóð aukning útflutningsverðmæta og ufsi á óvæntri siglingu

Á fyrstu 8 mánuðum ársins er útflutningsverðmæti sjávarafurða komið í 226 milljarða króna. Það er um 18% aukning í krónum talið miðað við sama tímabil í fyrra. Gengi krónunnar var að jafnaði 4% sterkara á fyrstu 8 mánuðum ársins en á sama tíma í fyrra, sé tekið mið af gengisvísitölu Seðlabankans. Aukningin er því nokkuð […]
Vinna hafin við kortlagningu stjórnunar- og eignatengsla í sjávarútvegi

Í samræmi við stjórnarsáttmála og áherslur Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra vinnur matvælaráðuneytið nú að heildarstefnumótun í sjávarútvegi undir yfirskriftinni Auðlindin okkar. Liður í því starfi er kortlagning stjórnunar- og eignatengsla í sjávarútvegi. Markmið þeirrar vinnu er að stuðla að gagnsæi í eignarhaldi sjávarútvegsfyrirtækja ásamt upplýstri stefnumótun stjórnvalda um regluumgjörð sjávarútvegs og breytingar á henni. Einnig að farið sé […]
„Auðlindin okkar“ opnar vefsíðu

Vefsíðan audlindinokkar.is hefur verið opnuð. Þar má finna upplýsingar og gögn sem tengjast verkefninu Auðlindin okkar sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ýtti úr vör í maí með skipan fjögurra starfshópa og samstarfsnefndar um sjávarútvegsstefnu. Verkefni hópanna Samfélag, Aðgengi, Umgengni og Tækifæri er að greina áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi og tengdum greinum ásamt því að meta þjóðhagslegan ávinning fiskveiðistjórnunarkerfisins. Á síðunni má finna upplýsingar um upplegg […]
Veiðráðgjöf loðnu lækkar

Hafrannsóknastofnun ráðleggur að loðnuafli veturinn 2022/2023 verði ekki meiri en 218.400 tonn. Ráðgjöfin kemur í stað upphafsráðgjafar upp á 400 000 tonn sem byggði á magni ókynþroska loðnu í haustmælingum 2021. Ráðgjöfin verður endurskoðuð að loknum mælingum Hafrannsóknastofnunar á stærð veiðistofnsins í janúar/febrúar eins og aflaregla strandríkja fyrir stofninn gerir ráð fyrir. Hlekkur á ráðgjöf. […]
Hin mörgu andlit sjávarútvegs

Það er af sem áður var, að störf í sjávarútvegi séu einhæf eða einsleit, í dag eru þau allt annað en það! Við tókum nokkrar konur tali sem hafa unnið í fiskvinnslu í skemmri eða lengri tíma í Vestmannaeyjum og komumst að því að störfin eru bæði mörg og fjölbreytt og að starf innan stöðvanna […]
Ný skýrsla um landeldi

Á heimsvísu hefur eldi á laxi aukist mikið á undanförnum áratugum. Laxeldi er nær eingöngu stundað í sjókvíum og er það víða umdeilt vegna umhverfisáhrifa. Í sumum löndum hefur hægt á vexti í framleiðslu vegna ýmissa umhverfisþátta og er stöðugt unnið að umhverfisvænni lausnum í laxeldi. Landeldi hefur verið kynnt sem möguleg lausn við helstu […]
Rusl á sjávarbotni

Fimmtudaginn 22. september kl. 12:30 verður málstofa Hafrannsóknastofnunar haldin í fundarsal á 1. hæð að Fornubúðum 5 í Hafnarfirði. Petrún Sigurðardóttir flytur erindið: Rusl á hafsbotni við Ísland: Samantekt á skráningu rusls við kortlagningu búsvæða á hafsbotni 2004-2019. Hingað til hefur lítið verið vitað um örlög rusls í hafinu við Ísland en algengt er að sjá […]
Útbreiðsla makríls meiri nú

Útbreiðsla makríls var mun meiri við Ísland í ár samanborið við síðustu tvö ár og mældist makríll fyrir austan, sunnan og vestan landið, að því er fram kemur í samantekt á niðurstöðum sameiginlegs uppsjávarleiðangurs Íslendinga, Færeyinga, Norðmanna og Dana. Fyrir sunnan land náði útbreiðslan yfir landgrunnið og suður að 61°N. Mesti þéttleikinn var fyrir suðaustan landið og […]