Fékk áskorun frá ungum Eyjastelpum

Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins kvaddi sér hljóðs í umræðum um störf þingsins á Alþingi í gær. Þar greindi hún þingheimi frá því að henni hafi borist skemmtileg áskorun frá vöskum stelpum í Vestmannaeyjum á dögunum, frá Söru Rós, Ingibjörgu og Kamillu, um að lengja útivistartíma 10 til 12 ára barna. „Þeim þótti það bara […]
Samfylkingin stærst í Suðurkjördæmi

Í gær voru birtar niðurstöður úr nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og eru Litlar breytingar eru á fylgi flokka milli mælinga. Þær eru á bilinu 0,2-1,0 prósentustig og ekki tölfræðilega marktækar. Slétt 27% kysu Samfylkinguna ef kosið yrði til Alþingis í dag, rösklega 22% Sjálfstæðisflokkinn, tæplega 15% Viðreisn, rúmlega, 9% Miðflokkinn, nær 8% Flokk fólksins, næstum 6% […]
Ásthildur Lóa segir af sér sem ráðherra

Ásthildur Lóa Þórsdóttir barnamálaráðherra hefur sagt af sér ráðherraembætti. Ásthildur er jafnframt fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis. Síðdegis í dag var greint frá því að hún hefði átt í ástarsambandi þegar hún var 22 ára með sextán ára pilt. Þau eignuðust barn saman. „Það er út af því að fyrir 36 árum þá var ég 22 ára […]
Hverjir sögðu hvað

Í vikunni var greint frá því að búið sé að leggja fram á Alþingi þingsályktunartillögu um að hefja rannsóknir á jarðlögum og hafsbotni á fyrirhugaðri gangaleið milli lands og Vestmannaeyja. Flutningsmenn tillögunnar eru Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins og Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Karl Gauti sagði í samtali við Eyjafréttir að hann hafi boðið öllum […]
Ekki lengur við það unað að Landeyjahöfn nýtist ekki eins og vonir stóðu til

Samgöngur milli lands og Eyja bar á góma í störfum þingsins á Alþingi í dag. Það var Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins sem tók þar til máls og gerði að umtalsefni stöðu samgangna á milli lands og Eyja. Karl Gauti sagði þar að samgöngur við Vestmannaeyjar hafi komið enn og aftur til umræðu um síðustu […]
Sjálfstæðisflokkur bætir við sig í Suðurkjördæmi

Í gær voru birtar niðurstöður úr nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og eru helstu breytingar milli mælinga þær að fylgi Samfylkingarinnar eykst um ríflega fjögur prósentustig á sama tíma og fylgi Miðflokks minnkar um tæplega þrjú prósentustig og fylgi Flokks fólksins og Viðreisnar minnkar um rúmlega tvö prósentustig. Breyting á fylgi annarra flokka milli mælinga er 0,1-1,0 […]
Kjördæmavikan: Einn þingmaður mætti

Þingfundir liggja niðri þessa vikuna vegna kjördæmaviku. Einungis einn þingmaður heimsótti Eyjamenn í vikunni. Er það þó upp á við þar sem í síðustu kjördæmaviku kom enginn þingmaður til Eyja. Það var í október síðastliðinn. „Samfylkingin var búin að hafa samband og óska eftir fundi með bæjarstjórn í vikunni en frestuðu heimsókninni. Einnig voru fulltrúar […]
Góð stemning á fundi Guðrúnar

Um fimmtíu sóttu fund Guðrúnar Hafsteinsdóttur formannsframbjóðanda í Sjálfstæðisflokknum sem haldinn var fimmtudagskvöld s.l. í Ásgarði, félagsheimili Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum. Guðrún tilkynnti framboð sitt til formanns fyrir tveimur vikum síðan og hefur síðan ferðast um landið og kynnt sína sýn á framtíð flokks síns. Guðrún kom inn á þing í þar síðustu kosningum til Alþingis […]
Guðrún með opinn fund í Eyjum

Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi og formannsframbjóðandi heldur fund í Vestmannaeyjum í kvöld. Fundurinn er liður í ferð Guðrúnar um landið sem hún hóf strax eftir að hún tilkynnti framboð hennar til formanns á fjölmennum fundi í Kópavogi um þar síðustu helgi. Framundan er sögulegur Landsfundur Sjálfstæðisflokksins, en þar verður kosið á milli tveggja […]
Þarf að tryggja fjármagn til að ljúka rannsóknum á jarðgöngum

Víðir Reynisson, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi kvaddi sér hljóðs undir störfum þingsins á þingfundi í dag. Þar ræddi hann samgöngur. Sagði hann að samgöngur séu sífellt úrlausnarefni stjórnmálanna. Samgöngur eru stór hluti af mikilvægum öryggismálum. „Þjóðvegurinn er jafnframt hættulegasti ferðamannastaðurinn okkar. Við verðum að setja öryggi allra þeirra sem nota vegina okkar í fyrsta sæti […]