Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku

Guðbrandur Einarss IMG 3169

Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar, hefur sagt af sér þingmennsku eftir að ljóst varð að fréttavefurinn Vísir hygðist fjalla um mál hans þar sem hann viðurkennir tilraun til vændiskaupa. Guðbrandur greinir sjálfur frá ákvörðun sinni í samtali við Vísi og segir hana tekna í ljósi alvarleika málsins og ábyrgðar sinnar sem kjörinn fulltrúi. Samkvæmt umfjöllun Vísis […]

Fjölmenni á fundi Miðflokksins

Miðflokksmenn, Sigmundur Davíð, Karl Gauti og Snorri Másson mega vera ánægðir með aðsókn á fund þeirra á Háaloftinu í Vestmannaeyjum í gærkvöldi. Milli 120 og 130 mættu á fundinn sem er sá fjölmennasti  sem einn stjórnmálaflokkur hefur haldið í Eyjum í mörg ár. Þeir fóru yfir helstu stefnumál flokksins í innflytjendamálum, ríkisfjármálum, skattagleði ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur […]

Miðflokkurinn með opinn fund í Eyjum

Miðflokkurinn heldur opinn fund í Vestmannaeyjum í dag, fimmtudag. Eyjafréttir greindu frá því í síðasta mánuði að flokkurinn íhugi framboð í Vestmannaeyjum í komandi sveitarstjórnarkosningum. Fundurinn hefst kl. 17:30 á Háaloftinu í Höllinni og er öllum opinn. Á fundinum verða m.a. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins auk Snorra Mássonar, varaformanns. Þá verður Karl Gauti Hjaltason, […]

Samfylkingin mælist stærst í Suðurkjördæmi

Nýjustu niðurstöður úr Þjóðarpúlsi Gallup, sem framkvæmdur var í desember 2025, sýna að Samfylkingin er áfram stærsti flokkurinn í Suðurkjördæmi, en Miðflokkurinn heldur sterkri stöðu þrátt fyrir lækkun frá síðustu mælingu. Samkvæmt könnuninni mælist Samfylkingin með 26,9% fylgi í Suðurkjördæmi, en var með 25,5% í síðustu mælingu. Miðflokkurinn mælist nú með 24,3%, en hafði mælst […]

Vilhjálmur í oddvitaslag í Reykjanesbæ

„Eftir fjölda áskorana og mikla umhugsun með mínum nánustu hef ég ákveðið að gefa kost á mér til að leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ í komandi prófkjöri, sem fram fer 31. janúar,” segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og ritari flokksins á Fésbókarsíðu sinni. „Fyrir tveimur árum breyttist líf okkar fjölskyldunnar skyndilega þegar við […]

Þakka ber þeim sem svöruðu

Miðvikudaginn 17. desember sendu Eyjafréttir þingmönnum allra flokka í Suðurkjördæmi póst þar sem óskað var viðbragða við frétt á eyjafrettir.is frá 17. desember vegna samnings utanríkisráðherra við Bretland, Færeyjar og Noreg um makrílveiðar á næsta ári. Þingmennirnir eru Ása Berglind Hjálmars­dóttir Samfylkingu, Ásthildur Lóa Þórs­dóttir Flokki fólksins, Guðbrandur Einars­son Viðreisn, Guðrún Hafsteins­dóttir Sjálfstæðisflokki, Halla Hrund Loga­dóttir Framsóknarflokki. Karl Gauti Hjalta­son Miðflokki, Sigurður Ingi Jóhanns­son Framsóknarflokki, Sigurður Helgi Pálma­son Flokki fólksins, Vilhjálmur Árna­son Sjálfstæðisflokki og Víðir Reynis­son Samfylkingu. Þau sem […]

Miðflokkurinn íhugar framboð í Eyjum

Miðflokkurinn hefur það til skoðunar að bjóða fram lista í Vestmannaeyjum í komandi sveitarstjórnarkosningum. Þetta kemur fram í samtali Eyjafrétta við Karl Gauta Hjaltason, þingmann Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Að sögn Karls Gauta finna forráðamenn flokksins fyrir miklum áhuga víða um land á því að Miðflokkurinn bjóði fram á fleiri stöðum en áður og segir hann […]

Minnihlutinn varar við þrengingum – meirihlutinn segir reksturinn traustan

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti nýverið fjárhagsáætlun fyrir árið 2026. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri fór yfir uppfærða stöðu á fundi bæjarstjórnar og kom fram í framsögu að rekstur bæjarins verði áfram traustur, auk þess sem rekstrarafgangur hefur hækkað um 100 milljónir króna frá fyrri umræðu. Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir 395 milljóna króna afgangi í A-hluta bæjarsjóðs […]

Miðflokkurinn með 30,8% í Suðurkjördæmi

Ný könnun Þjóðarpúls Gallup sýnir að fylgi Miðflokksins eykst verulega í Suðurkjördæmi og er hann nú orðinn stærsti flokkur kjördæmisins með 30,8% fylgi. Samfylkingin mælist nú með 25,5% fylgi, og er þar með næststærsti flokkur kjördæmisins, á meðan Sjálfstæðisflokkurinn er þriðji stærsti flokkurinn með 20,9%. Flokkur fólksins tapar áfram fylgi í Suðurkjördæmi Samkvæmt nýjustu könnuninni, […]

Miðflokkurinn á flugi í Suðurkjördæmi

Nýjustu niðurstöður úr Þjóðarpúlsi Gallup sýna að nokkrar breytingar hafa orðið á fylgi flokka í Suðurkjördæmi frá síðustu mælingu.Helst ber að nefna að Miðflokkurinn eykur fylgi sitt verulega milli mánaða og nálgast nú Samfylkinguna og Sjálfstæðisflokkinn. Samkvæmt könnuninni, sem Gallup framkvæmdi dagana 1. október til 2. nóvember 2025, mælist Samfylkingin með 24,8% fylgi í Suðurkjördæmi, […]

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.