Fjölmenni á fundi Miðflokksins

Miðflokksmenn, Sigmundur Davíð, Karl Gauti og Snorri Másson mega vera ánægðir með aðsókn á fund þeirra á Háaloftinu í Vestmannaeyjum í gærkvöldi. Milli 120 og 130 mættu á fundinn sem er sá fjölmennasti  sem einn stjórnmálaflokkur hefur haldið í Eyjum í mörg ár. Þeir fóru yfir helstu stefnumál flokksins í innflytjendamálum, ríkisfjármálum, skattagleði ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur […]

Miðflokkurinn með opinn fund í Eyjum

Miðflokkurinn heldur opinn fund í Vestmannaeyjum í dag, fimmtudag. Eyjafréttir greindu frá því í síðasta mánuði að flokkurinn íhugi framboð í Vestmannaeyjum í komandi sveitarstjórnarkosningum. Fundurinn hefst kl. 17:30 á Háaloftinu í Höllinni og er öllum opinn. Á fundinum verða m.a. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins auk Snorra Mássonar, varaformanns. Þá verður Karl Gauti Hjaltason, […]

Samfylkingin mælist stærst í Suðurkjördæmi

Nýjustu niðurstöður úr Þjóðarpúlsi Gallup, sem framkvæmdur var í desember 2025, sýna að Samfylkingin er áfram stærsti flokkurinn í Suðurkjördæmi, en Miðflokkurinn heldur sterkri stöðu þrátt fyrir lækkun frá síðustu mælingu. Samkvæmt könnuninni mælist Samfylkingin með 26,9% fylgi í Suðurkjördæmi, en var með 25,5% í síðustu mælingu. Miðflokkurinn mælist nú með 24,3%, en hafði mælst […]

Vilhjálmur í oddvitaslag í Reykjanesbæ

„Eftir fjölda áskorana og mikla umhugsun með mínum nánustu hef ég ákveðið að gefa kost á mér til að leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ í komandi prófkjöri, sem fram fer 31. janúar,” segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og ritari flokksins á Fésbókarsíðu sinni. „Fyrir tveimur árum breyttist líf okkar fjölskyldunnar skyndilega þegar við […]

Þakka ber þeim sem svöruðu

Miðvikudaginn 17. desember sendu Eyjafréttir þingmönnum allra flokka í Suðurkjördæmi póst þar sem óskað var viðbragða við frétt á eyjafrettir.is frá 17. desember vegna samnings utanríkisráðherra við Bretland, Færeyjar og Noreg um makrílveiðar á næsta ári. Þingmennirnir eru Ása Berglind Hjálmars­dóttir Samfylkingu, Ásthildur Lóa Þórs­dóttir Flokki fólksins, Guðbrandur Einars­son Viðreisn, Guðrún Hafsteins­dóttir Sjálfstæðisflokki, Halla Hrund Loga­dóttir Framsóknarflokki. Karl Gauti Hjalta­son Miðflokki, Sigurður Ingi Jóhanns­son Framsóknarflokki, Sigurður Helgi Pálma­son Flokki fólksins, Vilhjálmur Árna­son Sjálfstæðisflokki og Víðir Reynis­son Samfylkingu. Þau sem […]

Miðflokkurinn íhugar framboð í Eyjum

Miðflokkurinn hefur það til skoðunar að bjóða fram lista í Vestmannaeyjum í komandi sveitarstjórnarkosningum. Þetta kemur fram í samtali Eyjafrétta við Karl Gauta Hjaltason, þingmann Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Að sögn Karls Gauta finna forráðamenn flokksins fyrir miklum áhuga víða um land á því að Miðflokkurinn bjóði fram á fleiri stöðum en áður og segir hann […]

Minnihlutinn varar við þrengingum – meirihlutinn segir reksturinn traustan

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti nýverið fjárhagsáætlun fyrir árið 2026. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri fór yfir uppfærða stöðu á fundi bæjarstjórnar og kom fram í framsögu að rekstur bæjarins verði áfram traustur, auk þess sem rekstrarafgangur hefur hækkað um 100 milljónir króna frá fyrri umræðu. Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir 395 milljóna króna afgangi í A-hluta bæjarsjóðs […]

Miðflokkurinn með 30,8% í Suðurkjördæmi

Ný könnun Þjóðarpúls Gallup sýnir að fylgi Miðflokksins eykst verulega í Suðurkjördæmi og er hann nú orðinn stærsti flokkur kjördæmisins með 30,8% fylgi. Samfylkingin mælist nú með 25,5% fylgi, og er þar með næststærsti flokkur kjördæmisins, á meðan Sjálfstæðisflokkurinn er þriðji stærsti flokkurinn með 20,9%. Flokkur fólksins tapar áfram fylgi í Suðurkjördæmi Samkvæmt nýjustu könnuninni, […]

Miðflokkurinn á flugi í Suðurkjördæmi

Nýjustu niðurstöður úr Þjóðarpúlsi Gallup sýna að nokkrar breytingar hafa orðið á fylgi flokka í Suðurkjördæmi frá síðustu mælingu.Helst ber að nefna að Miðflokkurinn eykur fylgi sitt verulega milli mánaða og nálgast nú Samfylkinguna og Sjálfstæðisflokkinn. Samkvæmt könnuninni, sem Gallup framkvæmdi dagana 1. október til 2. nóvember 2025, mælist Samfylkingin með 24,8% fylgi í Suðurkjördæmi, […]

Samfylking og Sjálfstæðisflokkur stærst í Suðurkjördæmi

​Nýverið birtust niðurstöður úr nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Helsta breyting milli mælinga er að fylgi Framsóknarflokksins eykst um rúmt prósentustig og nær 6% kysu flokkinn ef kosið yrði til Alþingis nú. Fylgi annarra flokka breytist lítið eða á bilinu 0,2-1,1 prósentustig og eru breytingarnar ekki tölfræðilega marktækar. Slétt 34% kysu Samfylkinguna, rösklega 19%. Sjálfstæðisflokkinn, tæplega 13% […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.