Miðflokkurinn á flugi í Suðurkjördæmi

Nýjustu niðurstöður úr Þjóðarpúlsi Gallup sýna að nokkrar breytingar hafa orðið á fylgi flokka í Suðurkjördæmi frá síðustu mælingu.Helst ber að nefna að Miðflokkurinn eykur fylgi sitt verulega milli mánaða og nálgast nú Samfylkinguna og Sjálfstæðisflokkinn. Samkvæmt könnuninni, sem Gallup framkvæmdi dagana 1. október til 2. nóvember 2025, mælist Samfylkingin með 24,8% fylgi í Suðurkjördæmi, […]

Samfylking og Sjálfstæðisflokkur stærst í Suðurkjördæmi

​Nýverið birtust niðurstöður úr nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Helsta breyting milli mælinga er að fylgi Framsóknarflokksins eykst um rúmt prósentustig og nær 6% kysu flokkinn ef kosið yrði til Alþingis nú. Fylgi annarra flokka breytist lítið eða á bilinu 0,2-1,1 prósentustig og eru breytingarnar ekki tölfræðilega marktækar. Slétt 34% kysu Samfylkinguna, rösklega 19%. Sjálfstæðisflokkinn, tæplega 13% […]

Hagar sér enn eins og ríki í ríkinu

Uteyjar Karl Gauti 25

Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins var fyrstur á mælendaskrá undir liðnum um störf þingsins á þingfundi í dag. Þar ræddi hann þjóðlendumálið, svokallaða. Hann sagði að það væri of langt mál að fara yfir þann hrikalega leiðangur fjármálaráðherra varðandi kröfulýsingar um þjóðlendur, eyjar og sker. Verið að fara í óþarfan og óskiljanlegan leiðangur með tilheyrandi […]

Samfylkingin áfram stærst í Suðurkjördæmi

​Nýverið birtust niðurstöður úr nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og eru helstu breytingar milli mælinga að fylgi Viðreisnar minnkar um tæplega tvö prósentustig. Fylgi annarra flokka breytist lítið eða á bilinu 0-1 prósentustig og eru breytingarnar ekki tölfræðilega marktækar. Hátt í 35% kysu Samfylkinguna ef kosið yrði til Alþingis í dag, tæplega 20% kysu Sjálfstæðisflokkinn, nær 13% […]

Samfylkingin stærst í Suðurkjördæmi

​Nýverið birtust niðurstöður úr nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og eru helstu breytingar milli mælinga að fylgi Samfylkingarinnar eykst um nær þrjú prósentustig og fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar um næstum tvö prósentustig. Fylgi annarra flokka breytist lítið eða á bilinu 0,2-0,8 prósentustig og eru breytingarnar ekki tölfræðilega marktækar fyrir utan lækkun hjá Sósíalistaflokki.  Tæplega 35% kysu Samfylkinguna ef kosið yrði […]

Fyrsti þingmaður okkar fer á kostum

„Ég er mjög hugsi eftir þessi ummæli 1. þingmanns Suðurkjördæmis, stjórnarþingmannsins Ásthildar Lóu Þórsdóttur á þinginu í gær. Þar gerir hún gerir lítið úr þeim 26 sjávarútvegssveitarfélögum sem hafa skilað inn umsögn af því að þau eru ekki meirihluti sveitarfélaga á landinu og þá á ekki að hlusta á þeirra áhyggjur,“ segir Íris Róbertsdóttir á Fésbókarsíðu sinni […]

Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi í Suðurkjördæmi

Í dag birtust niðurstöður úr nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og eru helstu breytingar milli mælinga þær að fylgi Sósíalistaflokks Íslands minnkar um rúmt prósentustig. Fylgi annarra flokka breytist lítið eða á bilinu 0,1-1,2 prósentustig og eru breytingarnar ekki tölfræðilega marktækar. Nær 31% kysu Samfylkinguna ef kosið yrði til Alþingis í dag og hefur það hlutfall farið […]

Funda með þingmönnum um veiðigjöldin

Untitled (1000 x 667 px) (1)

Í dag ætla fulltrúar Útvegsbændafélags Vestmannaeyja að funda með þingmönnum Suðurkjördæmis vegna frumvarps atvinnuvegaráðherra um hækkun veiðigjalda. Að sögn Viðars Elíassonar, formanns Útvegsbændafélags Vestmannaeyja boðuðu þeir oddvita flokkanna í kjördæminu á sinn fund. Spurður um hvað standi til að kynna fyrir þingmönnunum segir hann að þau ætli að sýna þeim með tölulegum staðreyndum hvað gerist […]

Nauðsynlegt að rödd okkar heyrist á þingi

Gísli Stefánsson tók nýverið sæti á Alþingi. Gísli leysti þar af Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formann Sjálfstæðisflokksins. Við tókum púlsinn á Gísla, sem einnig situr í bæjarstjórn Vestmannaeyja um veru hans á þingi. Gísli segir aðspurður um hvernig það hafi verið að setjast á þing að það hafi verið mögnuð reynsla. „Á þessum vinnustað er að finna […]

Gísli lætur að sér kveða á þingi

Gisli Drengskaparh St Jpz

Gísli Stefánsson, bæjarfulltrúi og varaþingmaður tók sæti á Alþingi í gær. Hann leysir af Guðrúnu Hafsteinsdóttur á þinginu. Gísli segir í samtali við Eyjafréttir að hann búist við að vera á þingi fram að helgi. „Allavega í þessu úthaldi,” segir hann. Gísli hélt jómfrúarræðu sína í gær er hann fór í atkvæðaskýringu vegna frumvarps um […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.