Fer Brynjar fram í Suðurkjördæmi?

Á sunnudaginn næstkomandi fundar kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Þar verður tekin fyrir tillaga stjórnar kjördæmisráðs um að viðhafa röðun við val á efstu 6 sætum á framboðslista flokksins fyrir næstu alþingiskosningar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur í dag fjóra þingmenn í kjördæminu, en Birgir Þórarinsson var kosinn fyrir Miðflokkinn. Hann gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn skömmu eftir síðustu […]

Valdið liggur nú hjá kjósendum

„Staðan í íslenskum stjórnmálum er snúin og hefur verið það um dágóða hríð. Það hefur engum dulist að ríkisstjórnarsamstarfið hefur gengið brösuglega og stjórnarflokkarnir ekki náð saman um mikilvæg mál sem brenna á íslensku samfélagi. Það er fáheyrt að einn ríkisstjórnarflokkur álykti á landsfundi sínum um væntanleg endalok ríkisstjórnarinnar auk þess sem sami flokkur hafði […]

Ókláruð mál vegna uppgjafar leiðtoga samstarfsflokka

„Í öllum krísum felast vissulega tækifæri. En það að henda frá sér handklæðinu og gefast upp þegar við erum að verða komin á góðan stað í efnahagsmálunum og mörg brýn verkefni bíða afgreiðslu, er ekki í anda okkar í Framsókn,“ segir Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, þingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi um snúna stöðu í stjórnmálunum. „Framsókn hefur […]

Íris bæjarstjóri ekki á leið í landsmálin

„Það hefur talsvert verið skrafað um það á opinberum vettvangi síðustu vikurnar hvort að ég sé á leið inn í landsmálin og það hefur færst í aukana nú þegar ljóst er að Alþingiskosningar standa fyrir dyrum,“ segir Íris Róbertsdóttir á Fésbókarsíðu þar sem hún segist ekki vera á leið í landsmálapólitíkina. „Ég er þakklát fyrir […]

Pólitískur dónaskapur af samstarfsráðherra

„Þessi niðurstaða hefur legið í loftinu um tíma. Þegar nýkjörinn formaður VG tekur fram fyrir hendur forsætisráðherra og tilkynnir um kosningar að vori. Það var pólitískur dónaskapur af samstarfsráðherra sem veit hver fer með þingrofsvaldið,“ segir Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi þegar hann leit yfir sviðið eftir að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra ákvað að slíta […]

Tilbúin að bretta upp ermar

Gudbrandur E

„Þetta er áhugaverð staða. Ríkisstjórnin hefur gefist upp á hlutverki sínu og boðað til kosninga ári fyrr en ætlað var. Það er greinilegt að andrúmsloftið innan ríkisstjórnarinnar er orðið baneitrað og ekki einu sinni víst að þau nái að hanga saman fram að kosningum,“ segir Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi þegar hann var beðinn […]

Fögnum því að fólk fái að kjósa

„Þegar ráðherrar eru farnir að gagnrýna hvern annan í fjölmiðlun er stjórnarsamstarfið orðið ansi súrt og enginn eftir til að verja ríkisstjórnarsamstarfið út kjörtímabilið. Það kom mér því ekki á óvart að forsætisráðherra hafi ákveðið að segja þetta gott og boða kosningar hið fyrsta,“ segir Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi þegar hún var beðin […]

Almannafé í furðulegt og óþarfa verkefni

„Fjármálaráðherra hefur sent óbyggðanefnd nýja kröfugerð vegna Vestmannaeyja. Í kröfunni hefur ráðherra fallið frá stórum hluta af fyrri kröfum. Ekki er lengur gerð krafa í Heimaklett eða brekkurnar í Herjólfsdal,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum á Fésbókarsíðu sinni. „En því miður heldur ríkið sig enn við það að vilja hluta af Vestmannaeyjum ( Stórhöfða) […]

Líf og fjör á Bessastöðum

„Nú í morgun gekk Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á minn fund og lagði fram tillögu um þingrof og í kjölfarið almennar kosningar til Alþingis í lok nóvember. Samkvæmt tillögu ráðherra situr ríkisstjórnin fram til kosninga. Fallist ég á tillögu forsætisráðherra um þingrof skal samkvæmt 24. greinar stjórnarskrár boða til kosninga áður en 45 dagar eru liðnir […]

Ákalli svarað

Í síðustu viku birtust á vef Eyjafrétta þrjár fréttir sem vöktu athygli mína svo um munaði. Ég get því ekki annað en brugðist við ákalli ritstjóra Eyjafrétta og stungið niður penna. Fyrsta fréttin snerist um að Eyjapresturinn Ólafur Jóhann Borgþórsson hafi verið ráðinn framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. Gárungarnir voru ekki lengi að setja saman brandara um […]