Hvar búa þeir sem leiða listana í Suðurkjördæmi?

Sjö af þeim tíu sem leiða framboðin sem bjóða fram í Suðurkjördæmi er með skráð lögheimili í kjördæminu. Eyjafréttir hafa tekið saman hvernig búseta þeirra sem leiða framboðin er – til glöggvunar fyrir kjósendur. Flestir efstu manna til heimils í Reykjanesbæ, eða þrír af tíu. Allir þrír sem ekki eru skráðir í kjördæminu eru búsettir […]

Framboðslisti Pírata í Suðurkjördæmi

Píratar hafa nú birt fullskipaða lista sína fyrir þingkosningarnar 30. nóvember. Flokkurinn býður fram í öllum kjördæmum og er með listabókstafinn P. Framboðslisti Pírata í Suðurkjördæmi: Týr Þórarinsson kvikmyndagerðarmaður Álfheiður Eymarsdóttir bæjarfulltrúi og stjórnmálafræðingur Linda Björg Arnheiðardóttir öryrki og heimavinnandi húsmóðir Þórir Hilmarsson skósmiður og stjórnarmaður í Vr Sindri Mjölnir Magnússon listamaður Sunna Rós Víðisdóttir lögfræðingur […]

Framboðslisti Lýðræðisflokksins í Suðurkjördæmi

elvar_eyvindss

Lýðræðisflokkurinn hefur nú birt fullskipaða lista sína fyrir þingkosningarnar 30. nóvember. Flokkurinn býður fram í fyrsta sinn í öllum kjördæmum og er með listabókstafinn L. Flokkurinn er stofnaður af Arnari Þór Jónssyni lögmanni og fyrrverandi forsetaframbjóðanda. Framboðslisti Lýðræðisflokksins í Suðurkjördæmi 1. Elvar Eyvindsson – bóndi 2. Arnar Jónsson – smiður 3. Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir – […]

Ásthildur Lóa leiðir áfram hjá Flokki fólksins

Asthildur Flokkur Folksi

Ásthildur Lóa Þórsdóttir alþingismaður og kennari, mun leiða lista Flokks fólksins í Suðurkjördæmi. Sigurður Helgi Pálmason safnvörður og þáttagerðarmaður skipar 2. sætið, Elín Fanndal félagsliði og varaþingmaður, skipar 3. sætið og Jónas Yngvi Ásgrímsson, stjórnarmaður hjá VR og miðstjórnarmaður ASÍ, það fjórða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. Ásthildur Lóa, sem hefur setið á […]

Unnur Rán leiðir Sósíalista í Suðurkjördæmi

Sosialisti Sudur Ads 24

Félagsfundur Sósíalistaflokksins samþykkti í gærkvöld oddvita listans í Suðurkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Oddviti listans er Unnur Rán Reynisdóttir, hársnyrtir og hársnyrtikennari. Þá var listinn fyrir Suðurkjördæmi einnig samþykktur í heild sinni, segir í tilkynningu frá flokknum. Unnur Rán er fjögurra barna móðir, búsett í Reykjanesbæ en uppalin á Flúðum í Hrunamannahrepp. Unnur Rán vinnur á […]

Karl Gauti leiðir lista Miðflokksins

Karl Gauti 24 Tms

Í kvöld samþykkti félagsfundur Miðflokksins í Suðurkjördæmi tillögu uppstillingarnefndar um framboð listans í kjördæminu. Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum mun leiða listann. Frá þessu greinir Karl Gauti á facebook-síðu sinni. Í næstu sætum verða Heiðbrá Ólafsdóttir og Ólafur Ísleifsson. „Þeir sem kannast við mig vita að ég hlakka til að geysast um hið víðfema […]

Markmiðið er skýrt – Fjórir þingmenn D inn í Suðurkjördæmi

Ég er afar þakklátur fyrir það traust sem mér var sýnt af félögum mínum í kjördæmisráði þegar ég var kosinn í 4. sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi kosningar. Verkefnið er skýrt. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar sér að ná fjórum þingmönnum inn í Suðurkjördæmi fyrir komandi kosningar. Ljóst er að stuðningur eyjamanna við framboðið er gríðarlega […]

Framboðslisti Framsóknar í Suður samþykktur

Untitled (1000 X 667 Px) (19)

Kjördæmissamband Framsóknar í Suðurkjördæmi samþykkti í dag framboðslista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi á fjölmennu kjördæmisþingi á Hótel Örk í Hveragerði. Fram kemur í tilkynningu frá flokknum að listinn samanstandi af fólki með mikla reynslu auk nýrra aðila sem styrkja hóp framsóknarfólks verulega um land allt. Í fyrsta sæti er Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri Orkustofnunar. Í öðru […]

Framboðslisti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi

Vidir1 1536x1022

Framboðslisti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 30. nóvember var samþykktur á fundi kjördæmisráðs í kvöld. Fundurinn var haldinn í félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs hjá ríkislögreglustjóra, leiðir listann í Suðurkjördæmi. Ása Berglind Hjálmarsdóttir, bæjarfulltrúi í Ölfusi og verkefnastjóri hjá Hörpu, er í öðru sæti. Í þriðja sæti er Sverrir Bergmann, bæjarfulltrúi í […]

Viðreisn: Guðbrandur leiðir í Suðurkjördæmi

Gudbrandur E

Framboðslisti Viðreisnar í Suðurkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar var samþykktur á fundi landshlutaráðs flokksins í kvöld, 24. október. Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar, leiðir listann. Í öðru sæti er Sandra Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi í Hveragerði. Þriðja sætið skipar Mathias Bragi Ölvisson, forseti Rösvku og háskólanemi, og í fjórða sæti er Kristín María Birgisdóttir, upplýsinga- og markaðsfulltrúi […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.