Gísli skipar 4. sætið

Gísli Stefánsson bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum og framkvæmdastjóri Landakirkju skipar 4. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir þingkosningar 30. nóvember næstkomandi. Kjördæmisráðið samþykkti fyrr í dag einróma að viðhafa röðun við efstu 6 sæti á framboðslistanum og var Gísli einn í kjöri í 4. sætið og því sjálfkjörinn. Efstu 6 sæti á listanum eru svohljóðandi […]
Ingveldur Anna hafði betur gegn sitjandi þingmönnum

Ingveldur Anna Sigurðardóttir lögfræðingur og varaþingmaður verður í 3. sæti á framboðlista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi kosningar til Alþingis 30. nóvember næstkomandi. Kjördæmisráðið samþykkti fyrr í dag einróma að viðhafa röðun við efstu 6 sæti á framboðslistanum. Þrír sóttust eftir þriðja sæti, Ásmundur Friðriksson, alþingismaður, Birgir Þórarinsson, alþingismaður og Ingveldur Anna Sigurðardóttir sem hlaut […]
Sverrir Bergmann fram í Suðurkjördæmi

Sverrir Bergmann, tónlistarmaður og bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, hyggst gefa kost á sér í þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Frá þessu er greint á fréttavefnum mbl.is þar sem haft er eftir Sverri að hann telji mikilvægt að fá fleira sveitarstjórnarfólk yfir í landsmálin. „Fá betri tengingu þar á milli,“ segir Sverrir, en […]
Víðir leiðir Samfylkinguna í Suðurkjördæmi

Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna mun leiða Samfylkinguna í Suðurkjördæmi í komandi þingkosningum. Víðir staðfesti þetta í kvöld í samtali við fréttavefinn Vísi. Þar er haft eftir Víði að hann hafi alltaf haft augun á því að fara á þing og hafi því verið fljótur að taka slaginn þegar uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar hafði samband. Fram kemur að […]
Guðni vill 2-3. sæti hjá Miðflokknum

Guðni Hjörleifsson hefur nú tilkynnt um að hann sækist eftir 2-3. sæti hjá Miðflokknum í Suðurkjördæmi. Í tilkynningu frá honum segir að fjölmargir Eyjamenn og aðrir hafi skorað á hann að bjóða sig fram í eitt af efstu sætunum og hefur pressan aukist mikið við þær fréttir að ekki hefur spurst af öðrum Eyjamönnum sem […]
Halla Hrund leiðir lista Framsóknar í Suðurkjördæmi

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, hefur í yfirlýsingu ákveðið að færa sig niður í annað sæti framboðslistans Framsóknar í Suðurkjördæmi. Sigurður Ingi segir í yfirlýsingu að formaður sem ekki leggi ekki sjálfan sig að veði fyrir flokkinn sinn sé ekki sannur leiðtogi. Sigurður Ingi býður Höllu Hrund Logadóttur velkomna í öflugan hóp Framsóknarfólks og í […]
Kjördæmisþing Sjálfstæðisflokksins á Selfossi

Kjördæmisþing Sjálfstæðisflokksins verður haldið á Selfossi nk. sunnudag. Á þinginu verður valið á framboðslista flokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Framundan er snörp kosningabarátta. Þingmál í þágu Suðurkjördæmis Á Alþingi hef ég lagt fram frumvörp, þingsályktanir og fyrirspurnir sem snerta kjördæmið og vil greina hér frá í stuttu máli. Í Vestmannaeyjum vil ég nefna raforkumál, vatnsveitu og […]
Kraginn – Vilhjálmur Bjarnason vill 2. – 4. sæti

Vilhjálmur Bjarnason, fyrrum alþingismaður og bankastjóri í Vestmannaeyjum býður sig fram í 2. – 4. sæti í Suðvestur kjördæmi í alþingiskosningum þann 30. nóvember 2024. Þetta kemur fram á Fésbókarsíðu Vilhjálms. Hann telur rétt og eðlilegt að lífeyrisþegar eigi fulltrúa á Alþingi og það sé rétt og eðlilegt að Sjálfstæðisflokkurinn leggi til þann fulltrúa. Í […]
Ásmundur sækist eftir þriðja sæti

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sækist eftir sama sæti á framboðslista flokksins og hann var í fyrir síðustu þingkosningar, þriðja sæti. Hann segir í færslu á facebook-síðu sinni að frá árinu 2013 hafi hann barist ötullega fyrir sjálfstæðisstefnunni og fólkinu í Suðurkjördæmi. „Ég hef talað fyrir þá sem hafa enga rödd eða þora jafnvel […]
Flokkur fólksins þarf að komast í ríkisstjórn

„Mér finnst staðan í pólitíkinni ótrúlega spennandi. Við erum loksins laus við þessa ríkisstjórn sem hefur nákvæmlega ekkert gert til að verja heimili og minni fyrirtæki landsins fyrir því gengdarlausa vaxtaokri sem á þeim hefur dunið, heldur tók einfaldlega meðvitaða ákvörðun um að fórna þeim sem mest skulda og minnst eiga á altari bankanna,“ segir […]