Íþróttafélög eru í stöðugri samkeppni um iðkendur en Karatefélag Vestmannaeyja fer ótroðnar slóðir í baráttunni. Félagið fékk Harald Ara Karlsson til að útbúa myndband fyrir sig, hálfgerða auglýsingu en afraksturinn er sannarlega glæsilegur. Myndbandið má sjá hér að neðan.