Í ljósi aðstæðna og samkomutakmarkana stjórnvalda hefur verið ákveðið hætta við áramótabrennuna í Hásteinsgryfju á gamlársdag. Með því er dregið úr hættunni á því að fólk safnist saman af þessu tilefni. Flugeldasýningin mun þó verða á gamlársdag og hefst hún kl. 17.00 í Hasteinsgryfju.
Í frétt á vef Vestmannaeyjabæjar er fólk er hvatt til að virða fjöldatakmarkanir og sóttvarnir. “Vinsamlegast safnist ekki saman í hópum til að fylgjast með sýningunni. Jafnframt er fólk beðið um að virða þau öryggissvæði sem sett verða upp. Sýningin mun sjást vel úr ofanverðum bænum og ofan við bæinn.”
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst