Flugið er og verður afar mikilvægt íbúum og atvinnulífinu
Flugvollur
Vestmannaeyjaflugvöllur.

Bæjarstjórn ræddi stöðu flugsamgangna milli Vestmannaeyja og meginlandsins og sendi frá sér sameiginlega bókun bæjarstjórnar um málið. “Flugsamgöngur við Vestmannaeyjar hafa legið niðri í tvo mánuði og er afar brýnt að þeim verði komið á sem allra fyrst með aðkomu ríkisins. Brúa þarf bilið á meðan unnið verður að varanlegri leið í sátt við stjórnvöld og hagsmunaaðila sem tryggja flugsamgöngur allt árið. Flugið er og verður afar mikilvægt íbúum og atvinnulífinu. Bæjarráð hefur fundað tvisvar sinnum með fulltrúum samgönguráðuneytis og Vegagerðarinnar. Bæjarstjóri hefur þegar óskað eftir nýjum fundi með Vegagerðinni og samgönguráðuneytinu sem allra fyrst vegna málsins og beðið er svara.”

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.