Flutningskostnaður hækkað um 132% frá ársbyrjun 2019

Umræða um samgöngumál fór fram á fundi bæjarráðs í vikunni. Þar sem bæjarráð tók fyrir bréf Fiskfraktar ehf. sem sent var ráðinu og stjórn Herjólfs ohf. Í bréfinu er óskað eftir að stjórn Herjólfs endurskoði stefnu sína um verðhækkanir og afnám afsláttarkjara til handa flutningsfyrirtækjum. Fram koma í bréfinu áhyggjur félagsins af hækkunum ferða hjá flutningsaðilum, sem félagið áætlar að hafa numið 132% frá ársbyrjun 2019. Jafnframt hefur stjórn og framkvæmdastjóri fellt niður afsláttarkjör í kjölfar álits Samkeppniseftirlitsins á þeirri framkvæmd.

Í niðurstöðu sinni áréttar bæjarráð að stefnumótun og stjórnun Herjólfs ohf., þ.m.t. verðskrá, er á ábyrgð stjórnar og framkvæmdastjóra félagsins. Rekstrarform Herjólfs og hlutafélagalög kveða á um sjálfstæði félagsins, m.a. gagnvart eiganda þess.

bréf til stjórnar Herjólfs og bæjarráðs.pdf

Nýjustu fréttir

Sigurður Guðmundsson á Hljómey í ár
Jákvæðar umræður um Eyjagöng á Hvolsvelli
Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.