„Það er rétt, Steypey er að flytja þennan sand til Eyja gagngert til að nota í steypugerð.” segir Garðar Eyjólfsson, starfsmaður DVG í samtali við Eyjafréttir. Hann segir að þessi farmur komi úr bænum, rúmlega 3400 tonn.
„Aðalástæðan fyrir þessu er sú að sandurinn sem við höfum getað nýtt okkur til steypugerðar er sama sem búinn í Eyjum og til þess að lenda ekki í neinum vandræðum, þá sáum við okkur knúna til að flytja inn sand.
Þessi sandur er með mjög jafna kornadreifingu, alveg frá mjög mjög fínum sandefnum upp í aðeins grófari sand/steina og það er akkurat það sem verið er að leitast eftir þegar við búum til steypu svo steypan bindist rétt saman og verði nógu sterk m.v. þá forskrift af steypu sem óskað er eftir hverju sinni. Við reiknum með að flytja inn umtalsvert meira magn af sandi á hverju ári m.v. óbreytta stöðu í sandmálum hér í Eyjum.” segir Garðar að endingu.
Halldór B. Halldórsson gerði sér ferð í Viðlagafjöru í morgun og má sjá myndband hans hér að neðan.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.