Forgangsmálið reyndist ekki sett í forgang
Ekkert að gerast í lagfæringum á hættulegum göngustígnum á Heimaklett þrátt fyrir 11 milljón króna styrk til verksins
17. maí, 2025
IMG_0977
Gönguslóði á Heimakletti er afar illa farinn og er það forgangsatriði að mati starfshópsins að laga hann. Ljósmynd/Gunnar Ingi

Svo virðist sem ekkert hafi gerst í máli sem setja þurfti í forgang að lagfæra fyrir tæpu ári síðan. Um er að ræða göngustíginn á Heimaklett.

Eyjafréttir fjölluðu um málið í september sl. og þar kom fram að það væri mat starfshóps sem falið var að skoða innviði með tilliti til ferðaþjónustu í Eyjum að gönguslóði á Heimakletti væri afar illa farinn og það væri forgangsatriði að laga hann.  Undir þetta tók bæjarráð Vestmannaeyja og kom fram i afgreiðslu ráðsins sl. sumar að Heimaklettur sé forgangsverkefni og að huga þurfi að framlagi sveitarfélagsins, gera áætlun og kostnaðarmeta.

Styrkur upp á rúmar 11 milljónir til verksins

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða veitti í fyrra styrk að fjárhæð 11.180.000 til verkefnisins. Styrkir úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða miðast við 80% af áætluðum heildarkostnaði verkefnis hverju sinni en gert er ráð fyrir 20% mótframlagi sem getur verið í formi vinnuframlags.

Eyjafréttir ræddu málið við Brynjar Ólafsson, framkvæmdarstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar sl. haust og sagði hann þá að næsta skref sé að fá stígahönnuð til að leysa þetta krefjandi verkefni og koma með tillögu að lagfæringum. „Áætlað er að nýta vetrarmánuði undir þessa hönnunarvinnu og hefja lagfæringar næsta vor,“ sagði Brynjar í september.

Hönnun á lagfæringu liggur ekki fyrir, ekki heldur kostnaður né verklok

Eyjafréttir settu sig í samband við Brynjar í byrjun vikunnar til að kanna hvort að framkvæmdir væru hafnar við stíginn og hvað hafi komið út úr vinnu stígahönnuðarins.

Í svari Brynjars segir að framkvæmdir séu ekki hafnar. „Hönnun á lagfæringu liggur ekki fyrir og því kostnaður við það ekki heldur. Einnig liggja þvi ekki áætluð verklok nákvæmlega fyrir,“ sagði hann í svari sínu.

Af þessum svörum að dæma lítur út fyrir að veturinn hafi alls ekki verið nýttur til undirbúnings á verkinu. Stígurinn á klettinn er mjög fjölfarinn og er eins og áður segir talið brýnt að ráðast í lagfæringar af öryggisástæðum.

Ábyrgðarhluti að hunsa slíkt ástand

Hallgrímur Rögnvaldsson átti sæti í starfshópnum sem mat verkið sem forgangsmál. Hann segir í samtali við Eyjafréttir að það séu vissulega vonbrigði að tíminn í vetur hafi ekki verið nýttur til undirbúnings líkt og talað hafi verið um.

„Þrátt fyrir hvatningu okkar um að halda þessu starfi áfram þá hefur það hlotið lítinn hljómgrunn. Starfsmenn Vestmannaeyjabæjar þurfa eðlilega að fá hvatningu frá kjörnum fulltrúum til að vinna að þessum brýnu málum. Það er dapurt að vita til að það er komin fjárveiting í þetta verk úr utanaðkomandi sjóði en ekkert gerist hér innanbæjar. Ástand þessarar gönguleiðar slíkt að hún er orðin hættuleg á köflum og það er ábyrgðarhluti að hunsa slíkt ástand,“ segir Hallgrímur.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst