Í dag klukkan 9:00 hefst forsala á Þjóðhátíðina og um leið opnar Herjólfur fyrir bókanir daganna 1.-6.ágúst nk. á www.herjolfur.is og www.dalurinn.is. Siglingaáætlun Herjólfs yfir Verslunarmannahelgina má sjá hér https://herjolfur.is/aaetlun.
Í tilkynningu frá Herjólfi kemur fram að ÍBV hafi frá árinu 2011 keypt miða af rekstraraðilum Herjólfs í ákveðið hlutfall í skilgreindar ferðir á þessu tímabili og endurselt þær á heimasíðu sinni. ÍBV kaupir ekki alla miða sem í boði eru og ekki alla miða í neina ferð skipsins. Herjólfur selur því eins og venjulega miða fyrir einstaklinga og farartæki í allar áætlunarferðir sínar ásamt því að auka framboð ferða til muna. Enginn þarf að kaupa miða á Þjóðhátið til að ferðast með Herjólfi. Oft er uppselt heilu og hálfu dagana í ferðir Herjólfs með löngum fyrirvara, það á ekki bara við um Verslunarmannahelgina.
“Ástæðan fyrir því að þetta fyrirkomulag var sett á árið 2011 er sú að áður voru einstaklingar að kaupa marga miða í margar ferðir og hratt seldist upp í allar ferðir til og frá Eyjum. Mikið „brask“ varð með miða á internetinu og á endandum var farþeganýting í ferðir sem voru uppseldar léleg. Það er ekki bara mikilvægt fyrir Herjólf ohf. að samgöngur gangi vel þessa helgi, heldur allt samfélagið hér í Vestmannaeyjum.”



















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.