Forsala miða á Þjóðhátíð 2022 hefst í dag klukkan 9:00 á dalurinn.is. En tilkynnt hefur verið um fyrstu listamenn hátíðarinnar í ár en fram koma Bríet, Bubbi Morthens, Emmsjé Gauti, Reykjavíkurdætur og Flott, auk hljómsveitarinnar Hipsumhaps sem spilar á hátíðinni í fyrsta sinn en rætt er við meðlim sveitarinnar á vef fréttablaðisins.
Uppfært: Forsölu frestast til kl 10:00 vegna villu hjá SaltPay,
Upplýsingar til félagsmanna:
Til að kaupa félagsmanna miða er smellt á Valmynd og þar inná “Mitt svæði”. Þar þarf að auðkenna sig inn með rafrænum skilríkjum áður en kaupferlið hefst
Á sama tíma opnar einnig fyrir bókanir í Herjólf til Vestmannaeyja þjóðhátíðarvikuna. Um er að ræða dagsetningarnar 27.júlí til og með 3.ágúst. Siglingaáætluna má finna hér að neðan.

Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.