Forseti bæjarstjórnar tekur við sem rekstrarstjóri Herjólfs
16. ágúst, 2011
Gunnlaugur Grettisson hefur verið ráðinn í starf rekstrarstjóra Herjólfs. Gunnlaugur hefur undanfarin 10 ár starfað sem skrifstofustjóri hjá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum auk þess sem hann er forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Gunnlaugur tekur við nýja starfinu þann 20. september nk. af Guðmundi Pedersen sem hefur gegnt starfi rekstrarstjóra Herjólfs frá því Eimskip tók við rekstri skipsins í ársbyrjun 2006. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Eimskip.