Forsölu miða á þjóðhátíð lýkur á morgun, föstudaginn 25. júlí kl. 23:59 en hægt er að nálgast miða á Dalurinn.is. Einnig viljum við benda fólki á að nálgast armbönd tímanlega. Afgreiðsla þeirra hefst fimmtudaginn 31. júlí klukkan 13:00 í Herjólfsdal.
Merking tjaldstæða
Merking tjaldstæða fyrir þjóðhátíðartjöldin fer fram miðvikudaginn 30. júlí klukkan 18:00. Starfsmenn þjóðhátíðar fá að merkja sér stæði á undan og eru þjóðhátíðargestir beðnir um að virða það.
Kassabílakeppni
Síðasti skráningardagur í kassabílakeppni þjóðhátíðar er föstudaginn 25. júlí. Skráning fer fram á netfanginu hildur@vsv.is.