Í Morgunblaðinu í dag er fjallað um fyrirhugaðar framkvæmdir við Vinnslustöð Vestmannaeyja en framkvæmdunum hefur verið slegið á frest síðan 2008 vegna utanaðkomandi ástæðna. Framkvæmdin er upp á um fimm milljarða króna, þar af yrði í fyrsta áfanga yrði unnið að endurbótum við vinnslu á uppsjávarfiski fyrir um 2,5 milljarða. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar segir að ekki verði farið af stað fyrr en línur skýrist hvað stjórnvöld ætli sér með sjávarútveginn.