Frá heilsugæslu HSU í Eyjum
11. október, 2024
hsu_inng_nyr
Heilsugæslan í Vestmannaeyjum - HSU. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Í tilkynningu frá heilsugæslu HSU Vestmannaeyjum sem birt er á heimasíðu stofnunarinnar er bæjarbúum þakkað fyrir almennt góðar viðtökur við breyttu aðgengi að heilsugæslunni í Vestmannaeyjum. Markmiðið er fyrst og fremst að bæta þjónustuna með því að beina erindum í réttan farveg, auka framboð bókanlegra tíma, stytta biðtíma og draga úr álagi starfsfólks. Nú sem áður leggjum við hjá HSU áherslu á að tryggja góða og örugga þjónustu.

Allir sem óska eftir tíma á samdægurs- eða á hjúkrunarmóttöku heilsugæslu skulu fyrst hringja í 432-2500 á opnunartíma frá 8:30-15:00 þar sem erindinu er beint í réttan farveg.

Ávallt skal hringja fyrst á heilsugæslu á undan sér nema ef um bráð veikindi/slys er að ræða sem þola ekki bið.

Utan opnunartíma skal hringja í 1700.

Við viljum benda á að mikið álag er á fastráðna lækna við stofnunina og biðjum við skjólstæðinga að sýna því skilning. Það getur tekið 2-3 daga að fá endurnýjun á lyfjum og mikilvægt að gera það með eins góðum fyrirvara og kostur er. Einnig getur tekið einhverjar vikur að fá tíma hjá lækni ef erindið er ekki brátt.

Til að draga úr símtölum á heilsugæslu biðjum við bæjarbúa að fylgja eftirfarandi leiðbeiningum ef þörf er á lyfjaendurnýjun, tilvísunum eða vottorðum. Þeir sem ekki eru öruggir með að nota heilsuveru biðjum við ykkur um að leita til ættingja/vina og fá aðstoð.

Lyfjaendurnýjun inni á www.heilsuvera.is, ýta á 3 strik efst í vinstra horni, ýta á lyfseðlar. Þá birtast þeir lyfseðlar sem eru í gáttinni og velja skal “Endurnýja” fyrir það lyf sem vantar endurnýjun á. Í sumum tilfellum að ýta á lyfjasaga til að fá lyfseðilinn upp. Við hvetjum alla til að nota þessa leið til að fá endurnýjun á lyfjum. Ef þörf er á frekari aðstoð má hafa samband í lyfjaendunýjunarsímann alla virka daga frá 10:00 – 11:00 í síma 432-2020.

Lyf ekki lengur inná heilsuveru – Ef lyf hafa dottið út af heilsuveru er hægt að senda undir skilaboð á heilsuveru á sama máta og með vottorðin nema gera fyrirspurn um lyf og endurnýja þar.

Ferðavottorð – ekki er þörf á ferðavottorðum eftir 1. júlí 2024 vegna læknisferða, en hægt er að sækja um endurgreiðslu á fjórum ferðum á ári til Sjúkratrygginga Íslands.

Veikindavottorð fyrir vinnu og skóla. Ef veikindi vara skemur en 3 daga (5 daga ef búið er að hitta hjúkrunarfræðing eða lækni) skal sækja um veikindavottorð með því að fara inn á heilsuveru. Veljið skilaboð, ný skilaboð, velja erindi, áfram eftir að búið er að haka í „samþykkja skilmála, erindi er ekki neyðartilvik“, vottorð fyllt út og sent. Vottorð eru síðan send í heilsuveru. Reikningur er sendur í heimabankann.

Ef þörf er á aðstoð má hringja í síma 432-2500 og biðja um heilbrigðisgagnafræðing á milli 8:00-15:00 alla virka daga. Ef um lengri veikindi er að ræða þá þarf að hafa samband við heilsugæslu.

Langtímavottorð, bóka þarf tíma hjá lækni.

Tilvísanir Ráðherra hefur samþykkt breytingar á reglugerðum um tilvísanir fyrir börn og greiðsluþátttöku í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu

  • Bráða- og vaktþjónusta barnalækna, þjónusta augnlækna, myndgreiningar- og rannsóknarþjónusta verður gjaldfrjáls fyrir börn og þannig er ekki þörf á tilvísunum.

  • Heimilt er að gefa út tilvísun fyrir börn með langvinna sjúkdóma eða fötlun sem gildir að 18 ára aldri (í stað 10 ára í senn).

  • Hjúkrunarfræðingum sem starfa í ung- og smábarnavernd og skólaheilsugæslu er heimilt að vísa barni til talmeinafræðings.

  • Ef þörf er á tilvísun til læknis má senda í heilsuveru. Veljið skilaboð, ný skilaboð, velja erindi, áfram eftir að búið er að haka í „samþykkja skilmála, erindi er ekki neyðartilvik“. Koma þarf fram hvaða læknis er óskað eftir tilvísun til, hvar hann starfar, skrifa nokkrar línur af hverju óskað sé eftir tilvísun.

Sjúkraþjálfun – Ekki þarf tilvísun fyrir fyrstu 6 tímum hjá sjúkraþjálfara. Við hvetjum þá sem finna fyrir stoðkerfisverkjum að nýta sér þá þjónustu.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst