Frábær bikarsigur á HK/Víkingi
6. júní, 2015
Stelpurnar okkar í meistaraflokki kvenna unnu í gær, frábæran sigur á 1. deildarliði HK/Víkings. Stelpurnar leiddu með einu marki í hálfleik en lokastaðan var 6-0 á Hásteinsvellinum. Stelpurnar skoruðu meðal annars fjögur mörk á einungis ellefu mínútna kafla í seinni hálfleik.
Kristín Erna Sigurlásdóttir skoraði fyrsta mark leiksins eftir sex mínútna leik. Mörkin í fyrri hálfleik urðu ekki fleiri en þeim rigndi svo sannarlega í síðari hállfeiknum. Shaneka Gordon kom ÍBV í 2-0 eftir tíu mínútna leik í síðari hálfleik. Sabrína Lind Adolfsdóttir skoraði næst, annan leikinn í röð, þá var komið að Cloe Lacasse áður en Kristín skoraði sitt annað mark.
Sigríður Lára Garðarsdóttir skoraði síðasta markið og 6-0 sigur því staðreynd. Stelpurnar fara áfram í 8-liða úrslit bikarsins en dregið verður á næstunni.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst