Árshátíð elstu bekkja Grunnskóla Vestmannaeyja fór fram á fimmtudag í Höllinni en árshátíðin er lokahnykkur á Smiðjudögum sem fóru fram þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag. Þetta var í þriðja sinn sem árshátíðin er haldin í Höllinni og á líklega hvergi annars staðar heima en krakkarnir lögðu gríðarlega mikla vinnu á sig til að gera hátíðina sem glæsilegasta, bæði í skreytingum og skemmtiatriðum. Einsi Kaldi sá svo til þess að krakkarnir fóru ekki svangir heim, með glæsilegu hlaðborði. Hægt er að sjá fleiri myndir frá árshátíðinni hér að neðan.