Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í liðinni viku fór Brynjar Ólafsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar yfir stöðu framkvæmda á Hásteinsvelli.
Fram kom að framkvæmdum miði ágætlega áfram og er fjaðurlag komið á meirihluta vallarins. Framkvæmdastjóri sendi tvo tölvupósta á ÍBV íþróttafélag og upplýsti þau um tafir vegna hitalagna og nýja framkvæmdaáætlun.
Þar kemur helst fram að framkvæmdaraðili fjaðurlags og gervigras hafi ekki getað hafið framkvæmdir fyrr en í lok apríl en skv. útboðsgögnum átti að geta byrjað 1. apríl. Þá mun aukinn kostnaður falla á verkið vegna biðlauna, ferðakostnaðar og breytts verklags á frágangi sandlags vegna hitalagna. Nýjar framkvæmdaáætlanir verða endurreiknaðar út frá töfum vegna hitalagna. Einnig eru áhyggjur vegna frágangs á hitalögnum ofan á gróft fyllingarlag.
Fram kemur í afgreiðslu framkvæmda- og hafnarráðs að ráðið þakki yfirferð á stöðu framkvæmda við Hásteinsvöll og ítrekar mikilvægi þess að verkið klárist sem fyrst.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst