Framkvæmdum miðar ágætlega við Hásteinsvöll
Hasteinsvollur Framkv 20250510 113823
Hægt var að halda áfram með verkið í gær eftir nokkra daga stopp sökum vætutíðar. Eyjafréttir/Eyjr.net: TMS

Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í liðinni viku fór Brynjar Ólafsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar yfir stöðu framkvæmda á Hásteinsvelli.

Fram kom að framkvæmdum miði ágætlega áfram og er fjaðurlag komið á meirihluta vallarins. Framkvæmdastjóri sendi tvo tölvupósta á ÍBV íþróttafélag og upplýsti þau um tafir vegna hitalagna og nýja framkvæmdaáætlun.

Þar kemur helst fram að framkvæmdaraðili fjaðurlags og gervigras hafi ekki getað hafið framkvæmdir fyrr en í lok apríl en skv. útboðsgögnum átti að geta byrjað 1. apríl. Þá mun aukinn kostnaður falla á verkið vegna biðlauna, ferðakostnaðar og breytts verklags á frágangi sandlags vegna hitalagna. Nýjar framkvæmdaáætlanir verða endurreiknaðar út frá töfum vegna hitalagna. Einnig eru áhyggjur vegna frágangs á hitalögnum ofan á gróft fyllingarlag.

Fram kemur í afgreiðslu framkvæmda- og hafnarráðs að ráðið þakki yfirferð á stöðu framkvæmda við Hásteinsvöll og ítrekar mikilvægi þess að verkið klárist sem fyrst.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.