Framselja umboð til samningaviðræðna við ríkið um almenna og sértæka dagdvöl

Dagdvöl aldraðra var til umræðu á fundi bæjarráðs í vikunni. Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa óskað eftir umboði frá rekstraraðilum dagdvalarþjónustu hjá sveitarfélögum, til viðræðna við Sjúkratryggingar Íslands um þjónustusamninga fyrir dagdvalir.

Baksaga málsins er sú að haldinn var samráðsfundur með rekstraraðilum dagdvala og í framhaldi hefur undirhópur fulltrúa dagdvala farið yfir málið. Þá hefur málið einnig verið rætt á vettvangi stjórnar Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga. Niðurstaða þessarar vinnu var að óska formlega eftir umboði til samningagerðar og nálgast svo ríkið formlega með beiðni um að hefja samningaviðræður. Hér er átt við hvort tveggja almennar og sérhæfðar dagdvalir.

Bæjarráð Vestmannaeyja samþykkir í niðurstöðu sinni að framselja Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga umboð til samningaviðræðna við ríkið um almenna og sértæka dagdvöl í Vestmmannaeyjum. Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita umboðið f.h. Vestmannaeyjabæjar.

Nýjustu fréttir

„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.