Framtíðarþing um farsæl efri ár í Vestmannaeyjum

Starfshópurinn um framtíðarsýn í öldrunarþjónustu í Vestmannaeyjum hefur hafið vinnu við  framtíðarstefnu fyrir öldrunarþjónustuna. Samstarf hefur verið við hagsmunaaðila, en það er á döfinni að heyra í fleiri hagsmunaaðilum.

Ákveðið hefur verið að halda framtíðarþing um farsæl efri ár í Vestmannaeyjum í Eldheimum í byrjun september, verður auglýst nánar síðar. Þar gefst fólki á öllum aldri kostur á að koma fram með skoðanir sínar og ræða um öldrunarþjónustu út frá hinum ýmsu hliðum. Mikilvægt er að sem flestir mæti til að fá fram ólík sjónarmið. Niðurstöður þingsins verða notaðar sem innlegg í stefnumótunarvinnu um framtíðarstefnu öldrunarþjónustu í Vestmannaeyjum.

Af heimasíðu Vestmannaeyjabæjar – vestmannaeyjar.is

 

Nýjustu fréttir

Jákvæðar umræður um Eyjagöng á Hvolsvelli
Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.