Frekari sóttvarnarráðstafanir í Vestmannaeyjum hafa verið ræddar
Eyjapeyjarnir Víðir Reyn­is­son yf­ir­lög­regluþjónn og Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir á blaðamanna­fundi. mynd mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra boðaði til reglulegs upp­lýs­inga­fund­ar fyr­ir blaðamenn klukk­an 14:00 í dag. Þar var Víðir Reyn­is­son yf­ir­lög­regluþjónn spurður út í harðari aðgerðir á völdum stöðum þar voru nefnd til sögunnar Hvammstangi og Vestmannaeyjar. Víðir sagði að rætt hafi verið að grípa til harðari aðgerða bæði á þessum stöðum sem og á landinu öllu.

Í nýjustu útgáfu af viðbragðsáætlun almannavarna vegna heimsfaraldurs frá 5. mars er að finna skilgreiningar og heimildir til að beita samkomubanni og takmörkunum á ferðafrelsi.

Ábyrgð á sóttvörnum er á hendi sóttvarnalæknis sem getur beitt ýmsum úrræðum en önnur krefjast aðkomu heilbrigðisráðherra. Þannig getur ráðherra að fenginni tillögu sóttvarnalæknis fyrirskipað skimun á landamærastöðvum, úrskurðað fólk í sóttkví eða afkvíun, gefið út fyrirskipun um samkomubann og afkvíun landsins í heild eða í sóttvarnasvæði innanlands. Sóttvarnalæknir getur beitt slíkum úrræðum til bráðabirgða en ekki án þess að upplýsa ráðherra um ráðstafanir sínar.

Sóttvarnarráðstafanir í samráði við ráðherra eru:
Fyrirmæli um samkomubann, lokun skóla og annarra samkomustaða.
Fækkun landamærastöðva þar sem sett verður upp sóttvarnaskimun.
Afkvíun alls landsins með lokun landamæra.
Afkvíun landshluta með lokun milli sóttvarnaumdæma.
Ákvörðun um að aflétta ofangreindum ráðstöfunum.

 

 

Nýjustu fréttir

Elliði fyrir leikinn gegn Dönum
Spáð í spilin fyrir stórleikinn í kvöld á EM
Tíðarandi liðinna ára í myndum í Sagnheimum
Handbolti, loðnukvóti og prófkjör
Áskorun til Vestmannaeyinga 
Skipar sjö manna fagráð
Skráning stendur yfir í Lífshlaupið
Foreldrar Elliða stolt á leið til Danmerkur
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.