Um kl. 16.00 í gær fór viðvörunarkefi Herjólfs í gang vegna reyks er kom upp um borð í framarlega í skipinu. Reykur fannst á farþegagangi skipsins þar sem svefnklefar eru staðsettir. Við það var neyðar- og björgunaráætlun skipsins virkjuð og samstundis óskað eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar. Skömmu síðar var aðstoðin afturkölluð eftir að áhöfn Herjólfs hafði fundið upptök reyksins. Reim hafði farið í sundur og brunnið í loftræstikerfi skipsins sem gaf frá sér mikinn reyk. Farþegar og áhöfn skipsins brugðust hárrétt við þeim aðstæðum sem sköpuðust. Herjólfur var á leið frá �?orlákshöfn til Vestmannaeyja og átti stutt eftir í land. Farþegafjöldi um borð var 132 og 12 í áhöfn. Farþegum og áhöfn var boðin áfallahjálp við komuna til Vestmannaeyja. �?ar verður skipið skoðað frekar, gert við loftræstikerfið ásamt reykræstingu.