Frístundastyrkur í boði frá 2ja ára aldri

Lagt var til á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs í gær, þriðjudaginn 28. ágúst, að gerðar verði breytingar á aldursviðmiðum reglna um frístundastyrk þannig að styrkurinn gildi frá 2ja ára aldri í stað 6 ára. Lagt er til að breytingin taki gildi frá og með 1. október nk.

„Það er stefna meirihlutans að betrumbæta og gera styrkinn aðgengilegri fyrir fleiri. Þetta er fyrsta skrefið í átt að þeim breytingum. Með þessum breytingum á aldursviðmiðunum er vonast til þess að samstarfsaðilar bjóði upp á skipulagt íþrótta- og tómstundastarf fyrir börn niður að 2ja ára aldri. Þátttaka í skipulögðu íþrótta- og tómstundarstarfi getur haft veigamikil forvarnaráhrif og því gott að byrja snemma að tileinka sér slíka iðju, ” segir í fundagerð ráðsins.

Fulltrúar minnihlutans í ráðinu, Páll Marvin Jónsson og Gísli Stefánsson, samþykktu tillöguna en lögðu fram eftirfarandi bókun: „Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykkja tillögu meirihlutans enda fellur hún að þeim upplýsingum sem komu fram á fundinum og eru innan fjárhagsáætlunar. Við teljum þó að betra hefði verið að hækka aldurbilið upp í 18 ár til að byrja með, m.a. vegna brottfalls ungs fólks úr skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi, en það má skoða fyrir fjárhagsáætlunargerð næsta árs. Jafnframt viljum við ítreka efasemdir okkar um hæfi formanns ráðsins til þess að taka þátt í umræðu og ákvarðanatöku.“

Nýjustu fréttir

Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.