Fullt hús á Mey kvennaráðstefnu
Ljósmyndari/Guðbjörg Guðmannsdóttir

Kvennaráðstefnan Mey fór fram í Sagnheimum fyrir fullum sal kvenna í gær. Markmið Mey er að sameina konur, styrkja, gleðja og valdefla. Dagskráin var fjölbreytt og skemmtileg, en þrír fyrirlesarar stigu á svið yfir daginn.

Fyrst á svið var Anna Steinsen, eigandi Kvan. Anna starfar sem fyrirlesari, þjálfari, markþjálfi og jógakennari. Anna ræddi um mikilvægi gleði og orku í daglegu lífi, hún peppaði hópinn og kom inn með góða og jákvæða orku inn í daginn. Næst var það Kristín Þórsdóttir, en Kristín er stofnandi og eigandi Eldmóðurs ehf. Hún er vottaður markþjálfi, kynlífsmarkþjálfi og Cranio meðferðaraldi. Hennar helsta ástríða er að fræða konur um hvernig þær geti tengst sjálfri sér og líkama á dýpri hátt og gerði hún það í gær. Að lokum tók Perla Magnúsdóttir við og peppaði hópinn með áhrifamiklum fyrirlestri sem sneri að því að hvetja fólk til að velja sér viðhorf til lífsins, þar sem hún fjallaði um hvernig bjart viðhorf getur breytt öllu. Perla starfar sem fyrirlesari og leiðsögumaður, og er einnig nemi í jákvæðri sálfræði.

Fyrirlesarar dagsins: Anna Steinssen, Kristín Þórsdóttir og Perla Magnúsdóttir.
Gígja Óskarsdóttir, Tinna Tómasdóttir, Minna Ágústdóttir, framkvæmdastýra Mey og Tanya Rós Jósefsdóttir Goremykina.

 

Eftir fyrirlestrana var boðið upp á ljúffengan mat hjá Gísla Matthíasi Slippnum. Þar fengu konurnar tækifæri til að tengjast, ræða fyrirlestrana og njóta saman. Tónlistakonan Elísabet Guðnadóttir, eða Eló eins og hún er kölluð spilaði og söng fyrir gesti á meðan borðhaldi stóð. Mikil og góð stemning ríkti á ráðstefnunni og var dagurinn einstaklega vel heppnaður í alla staði.

Myndirnar tók Guðbjörg Guðmannsdóttir.

Nýjustu fréttir

Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.