Fyrirmyndarfyrirtæki á Suðurlandi

Viðskiptablaðið og Keldan hafa tekið saman lista yfir þau fyrirtæki, sem standa upp úr á Íslandi og eru þar með öðrum til fyrirmyndar í rekstri.

Til þess að komast á listann þurfa fyrirtæki að uppfylla ströng skilyrði. Fyrirtækin þurfa að hafa skilað ársreikningi fyrir rekstrarárin 2020 og 2019 en rekstrarárið 2018 er einnig notað til viðmiðunar. Þau þurfa að hafa skilað jákvæðri afkomu 2020 og 2019 og tekjurnar þurfa að hafa verið yfir 30 milljónir króna hvort ár. Ennfremur þurfa eignir fyrirtækjanna að hafa verið yfir 80 milljónir króna í lok áranna 2020 og 2019, Eiginfjárhlutfall fyrirtækja þarf að hafa verið yfir 20% í lok áranna, nema í tilviki bankanna.

Þessu til viðbótar er tekið tillit til annarra þátta, sem metnir eru af Viðskiptablaðinu og Keldunni. Að þessu sinni komast 1.019 fyrirtæki á listann eða um 2,2% fyrirtækja landsins.

Fyrirtæki á Suðurlandi sem komast á listann eru 66 (í úttekt Viðskiptablaðsins voru fyrirtæki á Höfn talin með Austurlandi) sem er um 6,5% allra fyrirtækja á listanum.

Það er athyglisvert að skoða hvar á Suðurlandi fyrirmyndarfyrirtækin eru skráð og gaman að sjá að öll 15 sveitarfélögin á Suðurlandi eiga fyrirtæki inni á listanum.

Höfundur: Brynja Hjálmtýsdóttir, Háskólafélagi Suðurlands og ráðgjafi á vegum SASS.

 

Nýjustu fréttir

Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.