Fyrirtæki í landeldi sem vert er að fylgjast með
12. júlí, 2024

Eyjafréttir 50 ára – Kveðja frá 5 ára Laxey:

Það er í raun merkilegra en hægt er að gera sér í grein fyrir að í 50 ára afmælisblaði Eyjafrétta skuli vera pistill um fyrirtæki sem er ekki orðið 5 ára. Það er gömul tugga, en sönn að lífið heldur áfram og það heldur einnig áfram að þróast. Það munu eflaust alltaf einhverjar nýjungar eiga sér stað og þá er gott að eiga bæjarblað til að skrásetja ferlið.

Saga Vestmannaeyja hefur verið vel skráð hjá Eyjafréttum síðustu 50 árin og hefur blaðið m.a. fylgst með fæðingu og uppvexti okkar nýja fyrirtækis sem áður hét ILFS en fékk svo nafnið LAXEY 13. september í fyrra.

Gangur og taktur

Uppgangur fyrirtækisins hefur gengið mjög vel. Það vel að fyrirtækið var fyrir nokkru sett á lista yfir sex fyrirtæki í landeldisiðnaði sem vert væri að fylgjast með. Var það fjölmiðlafyrirtækið IntraFish sem gerði víðamikla úttekt á landeldisiðnaðinum og setti LAXEY á þennan lista.

IntraFish hefur flutt fréttir og greiningar um fiskeldi, sjávarútveg og sjávarafurðir síðastliðin 25 ár og er stærsta fyrirtækið á sínu sviði í heiminum. Þetta var svo sannarlega ánægjuleg viðurkenning fyrir LAXEY og starfsmenn þess.

LAXEY er eina íslenska fyrirtækið á þessum lista, þrjú fyrirtækjanna eru í Noregi, eitt í Bandaríkjunum, eitt í Japan og síðan Laxey í Vestmannaeyjum. Öll eru fyrirtækin komin mismunandi langt með starfsemi sína. Ekki kom fram ástæða þess að LAXEY var nefnt sem eitt af þessum sex fyrirtækjum en hve vel hefur gengið með lífmassann og framkvæmdir hafa líklega haft eitthvað að segja. Ekki skemmir að búið er að tryggja fjármagn fyrir fyrsta áfangann og kunna fjárfestar að meta samfélagið og staðsetninguna í Vestmannaeyjum.

Það hefur margt gengið upp hjá LAXEY enda mikill tími farið í undirbúningsvinnu sem skilar sér í hraðri en öruggri uppbyggingu. Framkvæmdir eru ennþá á sömu tímaáætlun og var gerð í upphafi, sem þykir vera ansi merkilegt. Áhugi á verkefninu var ekkert minni á vormánuðum þessa árs þegar tilkynnt var að LAXEY hefði lokið 6 milljarða hlutafjárútboði með innkomu öflugra innlendra og erlendra fjárfesta með mikla reynslu af fiskeldi. Með þessari innkomu skapaðist mjög sterkur grundvöllur fyrir frekari vexti LAXEY.

Lífmassinn og lífæðin

En allt veltur þetta svo á velgengni seiðanna, eða lífmassans. Núna eru tveir skammtar komnir í hús og sá þriðji á leiðinni. Það er hægt að upplýsa lesendur að ferlið hefur gengið mjög vel, í raun betur en menn höfðu vonast eftir. Sérstaklega í ljósi þess að þetta voru fyrstu tveir skammtar félagsins og fyrirtækið og starfsmenn enn að fóta sig í nýju hlutverki.

Það sem hefur svo verið lífæðin í þessu öllu saman er liðsheildin. Hér vinna einstaklingar sem henda sér í öll verk og allir með það að leiðarljósi að láta þetta ganga upp. Það er ákveðinn Eyjabragur yfir starfsfólkinu og starfseminni. Stemning í loftinu sem erfitt er að lýsa en eflaust eru margir sem kannast við hana, best að lýsa henni sem jákvæðu orkustigi. Eigendur og stjórnendur hafa náð að búa til liðsheild með því að leiða verkefnið með góðu fordæmi. Það er víst gömul tugga að eftir höfðinu dansa limirnir.“ Það er víst sannleikskorn í því, líkt og í flestum gömlum tuggum.

Framtíðin og bæjarstemningin

LAXEY er ákaflega ánægt með að hjá okkur séu nemar í starfsnámi sem eru að læra fiskeldisfræði frá Háskólanum á Hólum. Það skemmir ekki að þeir eru  fæddir og uppaldir Eyjamenn. Það er gaman og ánægjulegt að geta boðið upp á nýjan framtíðar starfsmöguleika fyrir ungt fólk. Það er nefnilega næsta víst að með uppgangi og vexti fyrirtækisins verður meiri þörf á starfsfólki í alls konar störf og með fjölbreyttan bakgrunn. Það er því ánægjulegt að segja frá því að Fisktækniskóli Íslands í samstarfi við Visku mun bjóða upp á nám í Fiskeldistækni á framhaldsskólastigi í Vestmannaeyjum í haust.

Allt í fyrsta sinn

Núna er skipulagsheildin að ganga í gegnum; allt er að gerast í fyrsta sinn tímabilið. Við fengum fyrsta skammtinn fyrir sjö mánuðum. Á þessu ári var bæði fyrsti flutningurinn milli kerfa og svo milli RAS kerfa og í ár verður einnig fyrsti flutningur milli starfsstöðva. Í haust verða seiðin úr skammti 1, sem þá verða orðin rúmlega 100 g að stærð, færð frá seiðastöðinni yfir í áframeldið í Viðlagafjöru.

Þar af leiðandi eru framkvæmdir í Viðlagafjöru á fullri ferð. Uppsetning á fiskeldiskerjunum hófst 19. júní og verða átta ker reist á árinu. Hvert einasta ker er 28 metrar í þvermáli og er hæðin 13 metrar, sem gerir það að verkum að þau rúma hvert 5000 rúmmetra af sjó. Þetta er mikil framkvæmd og uppbygging sem á sér stað enda hafa ófáir fundirnir farið í undirbúning. Fundir dagsins í dag eru fyrir árangur morgundagsins.

Stuðningur og upplýsingar

LAXEY og starfsmenn þess eru afskaplega þakklátir fyrir áhugann og hvatninguna sem við fáum og það hefur ávallt verið stefna eigenda og stjórnenda að upplýsingagjöf til samfélagsins sé góð. Hér erum við ekkert að fela og viljum vinna í krafti samfélagsins í samlyndi við náttúruna. Við erum ákaflega stolt af samfélaginu og allir erlendir aðilar sem hingað koma, bæði fréttamenn og fjárfestar, fá alveg að heyra það frá okkur að við erum stolt af samfélaginu okkar. Samfélagið á sinn part af velgengni fyrirtækisins.

Það er því frábært að Eyjafréttir haldi áfram upplýsingagjöf og skrásetningu. Í okkar augum er saga LAXEY líka hluti af sögu Eyjanna. Eyjafréttir, til hamingju með 50 árin. Vonandi verða þau mun fleiri í komandi framtíð.

Óskar Jósúason, upplýsingafulltrúi Laxeyjar.

Myndir:

Sérhannaður tankur til að flytja seiðin frá Seiðastöð í áframeldið í Viðlagafjöru. Mynd Óskar Pétur.

Öflugt starfsfólk Laxeyjar í seiðaeldisstöðinni við Friðarhöfn.

Fylgst með seiðum sem komin eru í kerin.

Framkvæmdir eru hafnar við eldiskerin í Viðlagafjöru.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst