Þann 14. ágúst 1946 lenti fyrsta flugvélin TF-KAK á flugvellinum í Vestmanneyjum klukkan 14.30. Flugmenn sem flugu vélinni voru þeir Halldór Bech og Hjalti Tómasson. Nú 65 árum síðar ætla Ottó Týnes og félagar að minnast þessa atburðar og koma á sömu vél á morgun, laugardag, 20. ágúst, klukkan 14:30.