Óhætt er að segja að fyrsti dagur Þjóðhátíðarinnar hafi gengið stóráfallalaus fyrir sig en mikill fjöldi var í brekkunni á kvöldskemmtun og virti svo fyrir sér tignarlegan bálköstinn á Fjósakletti sem var tendraður upp úr miðnætti í gærkvöldi en lögregla áætlar að um 10-11 þúsund manns hafi verið í dalnum. Óskar Pétur Friðriksson myndaði það sem fyrir augu bar en myndirnar má sjá hér að neðan.