Fyrstu pysjurnar í kringum Þjóðhátíð?
11. júlí, 2019
Á síðasta ári voru viktaðar tæplega 6000 lundapysjur í Pysjueftirlitinu.
Erpur Snær Hansen

Svo virðist sem lundavarp sé með eindæmum gott þetta árið og óvenju snemma á ferðinni ef marka má rannsóknir Erps Snæs Hansens forstöðumanns Náttúrustofu Suðurlands.
„Lundinn í Eyjum var að verpa uppúr 10. maí í ár sem er töluvert fyrr en undanfarin ár, í byrjun júní, og meira að segja þó nokkuð í fyrra fallinu miðað við venjulegt árferði sem hefur verið í lok maí,” sagði Erpur í samtali við Eyjafréttir í gær. „Þessa dagana er lundinn svo á fullu að bera að okkur sýnist 5-7 cm sandsílalirfur í holur sínar, það á eftir að staðfesta tegundagreininguna. Þegar er þó ljóst að pysjurnar eru komnar í gegnum fyrstu 10 dagana áfallalaust, en í fyrra drápust 50% þeirra á fyrstu vikunni. Ef sílið er búið að ná sér á strik aftur á Selvogsbanka líkt og í Faxaflóa, þá eru það mjög jákvæðar fréttir því lítið hefur sést að síli í fæðu sunnan og vestanlands síðan 2002.”

Erpur telur að miðað við áframhald á þessum burði megi búast við mikið af lundapysju í bænum og að hún verði töluvert fyrr á ferðinni en síðustu ár. „Það má reikna með að fyrstu pysjurnar lendi í bænum um og uppúr Þjóðhátíð. Það má reikna með þetta verði met ár hjá pysjueftirlitinu, áfallalaust þá giska ég á yfir 10.000 pysjur,” sagði Erpur.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.