
Svo virðist sem lundavarp sé með eindæmum gott þetta árið og óvenju snemma á ferðinni ef marka má rannsóknir Erps Snæs Hansens forstöðumanns Náttúrustofu Suðurlands.
„Lundinn í Eyjum var að verpa uppúr 10. maí í ár sem er töluvert fyrr en undanfarin ár, í byrjun júní, og meira að segja þó nokkuð í fyrra fallinu miðað við venjulegt árferði sem hefur verið í lok maí,” sagði Erpur í samtali við Eyjafréttir í gær. „Þessa dagana er lundinn svo á fullu að bera að okkur sýnist 5-7 cm sandsílalirfur í holur sínar, það á eftir að staðfesta tegundagreininguna. Þegar er þó ljóst að pysjurnar eru komnar í gegnum fyrstu 10 dagana áfallalaust, en í fyrra drápust 50% þeirra á fyrstu vikunni. Ef sílið er búið að ná sér á strik aftur á Selvogsbanka líkt og í Faxaflóa, þá eru það mjög jákvæðar fréttir því lítið hefur sést að síli í fæðu sunnan og vestanlands síðan 2002.”
Erpur telur að miðað við áframhald á þessum burði megi búast við mikið af lundapysju í bænum og að hún verði töluvert fyrr á ferðinni en síðustu ár. „Það má reikna með að fyrstu pysjurnar lendi í bænum um og uppúr Þjóðhátíð. Það má reikna með þetta verði met ár hjá pysjueftirlitinu, áfallalaust þá giska ég á yfir 10.000 pysjur,” sagði Erpur.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.