Maðurinn hefur, við yfirheyrslur hjá lögreglu, játað að hafa brotist inn í húsið, stolið þar ýmsum munum og síðan að hafa borið eld að því í þeim tilgangi að fela ummerki um innbrotið. Rannsókn bendir til að hann hafi verið einn á ferð við þessa iðju sína.
Hann hefur áður komið við sögu hjá lögreglu og á að baki langan sakarferil.
Rannsókn lögreglu er vel á veg komin og verður málið sent Ríkissaksóknara að henni lokinni.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst