Gáfu mynd til minningar um fallna félaga
7. september, 2018
Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri afhendir Arnóri Arnórssyni formanni Björgunarfélagsins myndina.

Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri Vestmannaeyja afhendi fyrir hönd lögregluembættisins Björgunarfélaginu gjöf um helgina í tilefni að 100 ára afmæli félagsins. Páley sagði í ræðu sinni að gjöfin kæmi kannski einhverjum á óvart en að hún snertir sannarlega við okkur öllum. Gjöfi sem um ræðir er ljósmynd sem Sigurgeir Jónasson tók af einu stærsta björgunarverkefni sem björgunarfélagið hefur fengið á sínum 100 starfsárum, sem er Pelagus slysið.

„Björgunarfélagið er góður og mikilvægur samstarfsaðili lögreglunnar í Vestmannaeyjum og á embætti lögreglustjóra gott samstarf við félagið og hefur átt lengi. Það er nokkuð lýsandi fyrir Eyjamenn hvernig stofnun félagsins bar að. Slysin sem fylgdu vélbátavæðingunni vöktu menn til umhugsunar og það þótti ekki lengur boðlegt að senda sjóhrakta menn, nýsloppna úr sjávarháska aftur út í illviðri til að leita að bátum sem skiluðu sér ekki til lands. Menn sáu að þeir þurftu ferskan mannskap og björgunarskip og í kjölfarið var félagið stofnað. Það er ekki beðið eftir björginni, menn gera hér það sem þarf að gera.

Þeir sem veljast til starfa í björgunarfélagi eru jafnan fórnfúst fólk sem starfar í félaginu af þeirri hugsjón að vilja hjálpa öðrum. Þetta er fólk sem veður út í vitlaust veður og alvarlegar aðstæður þegar aðrir forða sér. Starfið er sjálfboðaliðastarf sem krefst þess að menn hlaupi frá sínum verkefnum og fjölskyldum þegar það kemur útkall. Samfélagið er þakklát ykkur sem þar starfið.“ sagði Páley í ræðu sinni.

Hún sagði einnig að þegar kom að því að ákveða hvað þau hjá embætti Lögreglustjórans í Vestmannaeyjum ættu að gefa nágrönnum sínum og samstarfsfélögum í 100 ára afmælisgjöf komu margar hugmyndir. „Sú sem varð ofan á kemur kannski einhverjum á óvart en hún snertir sannarlega við okkur öllum. Stærsta björgunarverkefni sem björgunarfélagið hefur fengið á sínum 100 starfsárum var án efa Pelagus slysið, þegar belgískur togari strandaði við Prestavík austur á Eyju 21. janúar 1982 með átta menn innanborðs. Sex mönnum var giftusamlega bjargað af skipinu við hrikalega erfiðar aðstæður, undir 15 metra háum hömrum, í brotsjó, 17 m/sek og næturmyrkri. Þessa atburðar er einnig minnst sem mesta harmleiks sem orðið hefur í íslenskri björgunarsögu þar sem tveir björgunarmenn fórust og var það í fyrsta skipti sem það hafði gerst á Íslandi. Hannes Kristinn Óskarsson, 24 ára, sveitarforingi hjálparsveitar skáta og Kristján K. Víkingsson, 32 ára, læknir fórnuðu lífi sínu við að reyna að bjarga 17 ára pilti sem var viti sínu fjær af hræðslu og þorði ekki undan hvalbaknum á skipinu.

Þessi atburður var aðstandendum, björgunarfólki og öllum Vestmannaeyingum afar þungbær og ég man eftir þessum sorgardegi í janúar og harminum sem honum fylgdi þó ég hafi aðeins verið 7 ára.
Þrátt fyrir mikinn harmleik er þessi atburður hluti af sögu okkar og hann markar okkur. Við heiðrum minningu þeirra sem fórust í slysinu best með því að tala um þá, afrek þeirra, manngæsku og fórn.  Við þurfum líka að læra af þeim aðstæðum sem þarna sköpuðust og horfast í augu við þá staðreynd að við misstum þarna tvo menn. Ég leitaði til fjölskyldu Hannesar um mat á því hvort gjöf sem minnir á slysið væri þeim á móti skapi en svo var alls ekki. Kann ég þeim þakkir fyrir það.

Embættið leitaði í smiðju Sigurgeirs Jónassonar, ljósmyndara til þess að velja ljósmynd til stækkunar af strandstað og nutum við dyggrar aðstoðar Sigurgeirs við val á mynd. Sigurgeir tók mikið af ljósmyndum af björgunarstörfum vegna slyssins sem nú eru í eigu ljósmyndasafns Vestmannaeyja.

Gjöf lögreglunnar til björgunarfélagsins er innrömmuð ljósmynd af Pelagus á strandstað í brimrótinu með björgunarmönnum uppi á hvalbak, í björgunarstól og í landi. Myndin er gefin til minningar um félaga ykkar Hannes K. Óskarsson og Kristján Víkingsson. Áletruð silfurplata er á myndinni þar sem stendur:

100 ára afmæli Björgunarfélags Vestmannaeyja 04.08.2018

Til minningar um Hannes K. Óskarsson, f. 19.12.57 og Kristján K. Víkingsson, f. 26.06.49
er fórust við björgunarstörf á strandstað Pelagus 21.01.1982.

Hafið þakkir fyrir ykkar mikilvæga framlag til samfélagsins
Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum

Auk þess að vera til minningar um Hannes og Kristján er myndinni ætlað að vera til áminningar til ykkar allra sem sinnið björgunarstörfum að það er aldrei of varlega farið,“ sagði Páley að endingu í ræðunni sinni.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 7 Tbl 2025
7. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.