Einn skemmtilegasti hluti menningarlífs Vestmannaeyja eru tónleikar söngnema við Tónlistarskólann sem fram fara í lok hverrar annar. Að þessu sinni var hópurinn það stór að tvískipta þurfti tónleikunum. Eyjafréttir mættu á fyrri tónleikana þar sem komu fram yngri og eldri nemendur.
�?órhallur Barðarson, söngkennari, getur verið ánægður með sitt fólk því öll stóðu þau sig vel. Lagavalið var að mestu í anda jólanna enda við hæfi á jólaföstu. �?að er stórt skref fyrir unga krakka að stíga fram og syngja fyrir hóp af fólki í fyrsta skipti. Stund sem sennilega gleymist aldrei enda stór þröskuldur að fara yfir. �?að eitt að sjá þau fara alla leið gefur tónleikunum svo mikið gildi. Auðvitað sungu öll með sínu hjarta, sum ótrúlega vel og verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni. �?að sama á við þau eldri sem þarna voru að koma fram í annað, þriðja og jafnvel fjórða skiptið.
Ekki ætla ég að taka einhvern út úr en framfarir eru greinilegar hjá öllum. �?að er einmitt það sem gefur tónleikunum gildi og sýnir að �?órhallur er að vinna vinnuna sína eins og sagt er. Er hann enn einn hvalrekinn í fjölbreyttu menningarlífi Eyjanna þar sem Karlakór Vestmannaeyja er meðal afreka hans.
�?au komu fram á fyrri tónleikunum: Nöfn eftir röð. Efri röð frá vinstri: Kittý undirleikari, Elías Árni, Vilmar �?ór, Jarl, Edda, Lára Dögg, Ingunn Silja. Neðri röð frá vinstri: Erla Dís, Erla Donna, María Fönn, Sara Björt, Karíras Guðrún og Hlín. Liggjandi: �?órhallur Barðason, söngkennari.