Óskar Pétur Friðriksson heldur áfram að grúska í ljósmyndasafni sínu og rifja upp gamla tíma í Eyjum. Nú fer hann aftur til ársins 2016.
Gamla myndin er frá því seinnipartinn í mars 2016, þegar fluttningaskipið Paula kom með stóran gámakrana til Eyja, kraninn heitir Jarl. Reyndar var Paula með tvo krana en sá stærri fór til Þórshafnar í Færeyjum. Eimskipafélag Íslands var að senda þessa krana þar sem félagið var að endurnýja krana sína í Reykjavík.
Paula er sérhannað skip til að flytja stórar vörur og þungar og geta híft með eigin krönum. Skipstjórinn á Paula sagði mér að þrátt fyrir að þessi krani væri mörg hundruð tonn á þyngd myndi skipið aldrei halla meira en 1 gráðu. Ég spurði hann hvað hann myndi gera ef skipið hallaði meira en það. “Ég myndi hlaupa í land” svaraði hann. Skipið var með kröftugar dælur þannig að það gat dælt mikið af sjó frá einni hlið skipsins yfir í hina, auk þess er það með ballesntank utan við skipið til að halda því réttu.
Hífingin gekk vel og skipið var hallalaust þrátt fyrir að kraninn hafi verið hátt í 500 tonn að þyngd.
https://eyjar.net/2016-03-23-fyrsti-hafnarkraninn-i-eyjum/
https://eyjar.net/gamla-myndin-gamlar-myndir-gerdar-upp/




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.