Það var mikið um að vera á gamlársdag að vanda. Gamlárshlaupið var á sínum stað og voru margir sem létu veðrið ekki stoppa sig og hlupu til styrktar krabbavarnar í Vestmannaeyjum. Nóg var um að snúast hjá Björgunarfélaginu, bæði við vinnu á flugeldamarkaðinum og einnig í útköllum því vonskuveður var á gamlársdag.
Brenna og flugeldasýning við Hástein var seinnipartinn og svo sprengdu Eyjamenn hressilega inn árið 2019.
Óskar Pétur Friðriksson ljósmyndari Eyjafrétta var á ferðinni á gamlársdag og tók þesar myndir.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst