�??Alþingi samþykkti, að frumkvæði Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, að verja 500 milljónum til eflingar löggæslu á landsbyggðinni. Innanríkisráðherra fól undirrituðum þá ábyrgð að fara fyrir nefndinni ásamt fulltrúum allra flokka á Alþingi. Nefndin skilaði til ráðherra tillögum sínum í síðustu viku,�?? segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, í grein sem hann skrifar í Eyjafréttir í dag. Fjölgað verður um níu lögreglumenn á Suðurlandi, þar af bætast við þrjár nýjar stöður í Vestmannaeyjum.
Niðurstaða nefndarinnar er m.a. að fjölga um fjóra á Selfossi, þrjá í Vestmannaeyjum og tvo í Vík í Mýrdal. �??�?ryggis- og þjónustustig lögreglunnar mun aukast þegar tillögurnar komast til framkvæmda, en innanríkisráðherra hefur nú þegar samþykkt þær. Tillögurnar miða að því að lögregluembættin geti strax hafist handa við að auglýsa lausar stöður svo að ráðningar geti hafist frá og með 1. mars. �?á mun öryggi lögreglumanna aukast og starfsaðstæður verða bættar. �?að er jákvætt og ekki síður mikilvægt eftir tíma niðurskurðar og aðhalds að geta snúið vörn í sókn og eflt lögregluna til muna. �?etta er aðeins fyrsta framfaraskrefið af mörgum en verkefninu er alls ekki lokið og mun ég leggja mitt af mörkum til að svo megi verða,�?? segir Vilhjálmur einnig.
�??�?etta eru ánægjuleg tíðindi og ef þessi tillaga verður raunin er verið að snúa til baka þeirri þróun sem orðið hefur hér í Vestmannaeyjum og hófst 2008 þegar við vorum með tólf til þrettán lögreglumenn að störfum á ársgrundvelli hér í Vestmannaeyjum með sólarhringsvakt á lögreglustöð, en nú eru lögreglumenn hér átta,�?? sagði Karl Gauti Hjaltason, sýslumaður við Eyjafréttir þegar þetta var borið undir hann.
Fagnar framtakinu
�??�?g fagna þessu framtaki ríkisstjórnarinnar og ráðherra innanríkismála, þar sem ljóst er að löggæsla á landsbyggðinni hefur orðið fyrir mikilli skerðingu síðustu ár. Við erum þessa dagana að skoða þessi mál og munum að sjálfsögðu bæta við lögreglumönnum ef þessar tillögur verða að veruleika, en það verður eftir að athugasemdir lögreglustjóranna hafa komið fram við þær,�?? sagði Karl Gauti.