Gestkvæmt í bás VSV á Kínasýningu

„Við erum lukkulegir með hvernig til tókst, enda var mikil gestagangur í VSV-básnum og talsvert um fyrirspurnir frá fólki og fyrirtækjum sem við höfum ekki hitt áður,“ segir Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs hjá Vinnslustöðinni.

Sindri og Yohei Kitayama, sölumaður í Austur-Asíu, stóðu vaktina fyrir Vinnslustöðina í vikunni á bás fyrirtækisins á sjávarútvegssýningunni China Fisheries & Seafood Expo í Qingdao í Austur-Kína. Sex íslensk fyrirtæki kynntu þar sjávar- og eldisafurðir ásamt VSV: Iceland Pelagic, Icelandic Asia, Íslandslax, Triton og Life Iceland.

Þá var kynnt vottun og ábyrgar veiðar Íslendinga undir merkjum Iceland Responsible Fisheries.

Sýningin er sú stærsta sinnar tegundar í Asíu með um 1.500 sýnendur og 30 þúsund gesti. Hún stóð yfir 7.-9. nóvember.

„Við höfum verið þarna oft áður og sáum mörg ný andlitað núna. Það er ánægjulegt og tengist góðu sambandi VSV við kaupendur í þessum heimshluta. Við skiljum vel gæðaviðmið og kröfur kaupendanna sem starfsfólk VSV uppfyllir og nýja uppsjávarvinnslan með blástursfrystum afurðum sömuleiðis.

Salan til Kína og annarra Asíuríkja hefur aukist jafnt og þétt eftir að við fórum að taka þátt í þessari sjávarútvegssýningu í Kína, sem er sú tuttugasta og níunda í röðinni.“

Af vef Vinnslustöðvarinnar

Nýjustu fréttir

Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.