Gísli Helga, Eyjapistlarnir og Eyjalögin í Salnum

Eyjapistlar voru á dagskrá RÚV frá febrúar 1973 til marsloka árið eftir. Af 260 þáttum sem samtals voru um 90 klst. hafa um 80 þættir varðveist. Í bland við þekkt Eyjalög verða á þessum tónleikum flutt brot úr nokkrum þessara útvarpsþátta.

Á sínum tíma var tilgangur þáttastjórnendanna Arnþórs og Gísla Helgasona að vera upplýsingaveita fyrir Vestmannaeyinga á meðan á gosinu stóð. Fólk gat auglýst eftir týndum munum og komið tilkynningum af ýmsu tagi til samlanda sinna. Jafnframt var reynt að halda uppi léttleika í þáttunum og endurspegla mannlífið eins og það var á meðal Vestmannaeyinga. Ljóst er að þarna er afar góð heimild um þennan atburð í sögu þjóðarinnar, en nóttina sem gosið hófst flúðu 5.000 manns heimili sín.

Þessi tónleikadagskrá var frumflutt í Eldheimum, á goslokahátíð í júlímánuði 2023. Salurinn var þéttsetinn og komust færri að en vildu. Eyjalögin vöktu eins og við mátti búast mikla sönggleði, og var vel tekið undir í þeim. Gísli er góður sögumaður, og það, ásamt hljóðbrotum úr þáttunum, vakti bæði kátínu og gamlar tilfinningar, sérstaklega kannski hjá þeim sem þarna könnuðust við sjálfa sig frá því fyrir fimmtíu árum, en mörg viðtalanna voru einmitt við börn.

Nú á að bregða á leik í Salnum Kópavogi 27. september kl. 20.

Auk Gísla koma fram Herdís Hallvarðsdóttir, Þórarinn Ólason, Magnús R. Einarsson, Hafsteinn Guðfinnsson, Sigurmundur G. Einarsson Unnur Ólafsdóttir og Grímur Þór Gíslason.

Myndin er frá tónleikum á goslokum í Eldheimum.

Nýjustu fréttir

Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.