Hópurinn sem sigldi á tuðrum frá Vestmannaeyjum til Færeyja, nýtur nú þess sem nágrannar okkar í suðri hafa upp á að bjóða. Hópurinn komst á endastöð, Runavik um klukkan 17.00 á laugardaginn og tók talsverður hópur fólks tók á móti sæförunum á bryggjunni. Þá tók við hvíld hjá mannskapnum enda talsverð þreyta í hópnum eftir langa og erfiða siglingu. Hópnum var boðið í siglingu með björgunarbátnum Ziska í Klaksvík í gær.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst