Í dag klukkan 16:00 verður nýja íþróttahúsið við Hásteinsvöll vígt við hátíðlega athöfn. Húsið gjörbyltir æfingaaðstöðu frjálsra íþrótta og knattspyrnunnar í Vestmannaeyjum en báðar íþróttagreinarnar hafa búið við mjög bág skilyrði til æfinga yfir vetrarmánuðina. Reyndar hefur æfingaaðstaða frjálsra íþrótta ekki verið til staðar að neinu marki í Vestmannaeyjum í nokkra áratugi en nú loksins er komin boðleg æfingaaðstaða.