Stjórn og stjórnendur Vinnslustöðvarinnar óska sjómönnum fyrirtækisins og fjölskyldum þeirra til hamingju með sjómannadaginn 2021 og vænta þess að sjómannahelgin öll verði bæði notaleg og gleðirík.
Sigurgeir B. Kristgeirsson framkvæmdastjóri segir að sjómenn og aðrir starfsmenn fyrirtækisins hafi staðið frammi fyrir erfiðum áskorunum vegna veirufaraldursins undanfarin misseri og staðist þær með prýði. Það beri að þakka alveg sérstaklega. Á sama tíma hafi margt í umhverfinu verið hagstæðara og gjöfulla en fæstir þorðu að vona:
„Einkennileg þversögn er fólgin í þeirri staðreynd að heimsfaraldurinn setti flest úr skorðum í daglegum rekstri og umgengni en að sjálf kjarnastarfsemin gekk samt af krafti á sama tíma. Þannig var það bara!
Sjómönnum þakka ég fyrir nýafstaðna vertíð sem var góð og veðrið lék við okkur mestallan tímann.
Reynar má einfaldlega segja að við höfum upplifað metfiskerí yfirleitt, bæði á netum og í troll.
Þá hófum við árið með langþráðri loðnuvertíð eftir tvö loðnuleysisár. Mestu skiptir að útlitið með loðnuna lofar góðu.
Eitt er að veiða, annað að selja fisk og afurðir. Markaðirnir hafa að sjálfsögðu ekki verið sjálfum sér líkir í veirufárinu en okkur tókst samt að vinna vel úr sölu- og markaðsmálum við erfiðar aðstæður og reyndar mun betur en hefði mátt ætla fyrir fram.
Ég þakka sjómönnum og öðru starfsfólki fyrir veturinn og vona að allir njóti helgarinnar og sumarsins.“




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.