Ánægjulegasti þátturinn af starfi í stjórnmálum og á Alþingi er þegar góð verk heima í héraði ganga fram. Að ná að koma verkefni, sem skiptir miklu, af stigi hugmyndar inn á fjárlög og þar með að veruleika. Á þeim stundum finnur maður glöggt að vinnan skiptir máli og sterk tengsl við fólkið heima fyrir hafa mikið að segja fyrir farsælt starf stjórnmálamanns.