Í lok október var haldin árshátíð hjá Gleðigjöfunum. Mikið fjör var á hátíðinni og kíktu í heimsókn meðal annar félagar úr leikfélagi Vestmannaeyja með brot úr sýningunni Latabæ. Kitty Kovács og Jarl Sigurgeirsson sáu um tónlist kvöldsins og hápunkturinn var svo þegar myndband við lag Gleðigjafanna var frumsýnt.
Jackie Cordoso er formaður Gleðigjafanna, en félagið hefur nú verið skráð og er orðið góðgerðafélag. Það var hún Stína í Lukku sem byrjaði með gleðigjafana eftir að Jóhanna Hauksdóttir hringdi í hana og bað hana um að gera eitthvað öðruvísi fyrir hópinn. Jackie fór með ræðu á árshátíðinni þar sem hún sagði frá hvernig félagið hefði þróast á síðustu árum og þakkaði Stínu fyrir sitt óeigingjarna starf.
Fyrst byrjuðu Gleðigjafar á að hittast einu sinni í viku í gönguferð, tóku með sér nesti og gerðu sér glaðan dag. Í dag hittast Gleðigjafar annan hvern laugardag og eru skráð 430 skipti sem þeir hafa hist og þar af var Stína með þeim í 380 skipti. „Stína hefur unnið sitt starf fyrir félagið frá hjartanu. Hún hefur oft bakað og eldað fyrir hittingana. Verið dugleg að safna vinningum fyrir bingó, árshátíðir og allskonar keppnir. Þetta er mikil vinna sem þarna er af baki og svo miklu meira en bara mæta. Hún tók þátt í að safna pening fyrir okkar ógleymanlegu ferð til Manchester og svo margt fleira.“ sagði Jackie meðal annars í ræðu sinni.
Sjálf sagðist Jackie hafa strax orðið ástfangin af Gleðigjöfum, enda slík starfsemi einstök og þekkist ekki í öðrum bæjarfélögum. Jackie tók við Gleðigjöfunum í apríl 2017 og fór þá strax í þá vinnnu að breyta félaginu í góðgerðafélag með kennitölu svo hægt væri að sækja um styrki. „Með aðstoð KPMG, sem er að gefa sín vinnu er þetta orðið að veruleika. Markmið félagsins er að geta gera miklu meira fyrir Gleðigjafa og reyna fara öll saman uppá land einu sinni á ári og til útlanda á tveggja ára fresti,“ sagði Jackie.
Þeir sem vilja styrkja Gleðigjafana er bent á reiknisnúmerið þeirra, 0582-26-004602 og kennitala: 460218-0390
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst