Golfmótið Ufsaskalli Invitational verður haldið í dag, laugardag á golfvellinum í Vestmannaeyjum. Mótið, sem er góðgerðarmót, hefur fest sig í sessi sem eitt af skemmtilegustu golfmótum ársins enda er mest lagt upp úr skrautlegum búningum og fjöri en árangurinn í mótinu er í öðru sæti. �?etta er áttunda árið í röð sem Ufsaskallamótið er haldið en það verður glæsilegra og glæsilegra með hverju árinu. ,,Allur ágóði Ufsaskalla rennur í gott málefni en í fyrra naut mæðrastyrksnefnd góðsaf því sem safnaðist á mótinu og keypt var sjónvarp upp á Heilbrigðisstofnun með góðri hjálp frá Geisla. Einnig gefum við ætíð minni peningaupphæðir til fjölskyldna hér í Eyjum sem eru hjálpaþurfi,�?? segir Valtýr Auðbergsson einn af aðalskipuleggjendum mótsins. Fjölmargir leggja hönd á plóg en hitann og þungann af mótshaldinu bera þeir Valtýr Auðbergsson, Magnús Steindórsson, Friðrik Sæbjörnsson og Kristján Georgsson. �?eir eiga þó góða að og fjölmörg fyrirtæki styrkja mótið með glæsilegum vinningum. �??�?að eru 46 golfarar skráðir á mótið í ár og um tíu kaddýar og við erum ansi
spenntir fyrir helginni eins og alltaf. Við verðum svo með uppboð á Togarabjórnum á mótinu, sem var valinn besti bjór ársins um helgina. Ufsaskalli keypti eina flösku af bjórnum á uppboði í Höllinni um síðustu helgi á 300.000 krónur og allur sá peningur fer að sjálfsögðu í góðgerðamál,�?? sagði Valtýr.