Skipan goslokanefndar fyrir árið 2019 var tekið fyrir á síðasta bæjarráðsfundi. Bæjarráð hefur ákveðið að skipa þær Drífu Þöll Arnardóttur, Kristínu Jóhannsdóttur, Sigurhönnu Friðþórsdóttur og Tinnu Tómasdóttur í umrædda nefnd. Með nefndinni munu starfa þeir Angantýr Einarsson, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs og Jóhann Jónsson, forstöðumaður Þjónustumiðstöðvarinnar. Nefndin mun starfa í samráði við starfshóp sem skipaður var um 100 ára kaupstaðarafmæli Vestmannaeyjabæjar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst