Gott að hafa mann með þekkingu og kunnáttu á staðnum
25. september, 2018
Freyr Friðriksson og Óskar Haraldsson, eigendur Kælifélagsins.
Nýverið var sett á laggirnar nýtt fyrirtæki í Vestmannaeyjum Kælifélagið. Það eru Eyjapeyjarnir Freyr Friðriksson, eigandi KAPP ehf og Óskar Haraldsson sem standa þar á bakvið. Blaðamaður Eyjafrétta settist niður með þeim á dögunum.

„Þetta hófst allt á því að KAPP tók þátt í útboði fyrir varmadælustöðina hjá HS Veitum, í samvinnu við Eyjablikk, Miðstöðina og fleiri aðila hér í Eyjum,“ sagði Freyr, framkvæmdastjóri KAPP ehf. sem á helmingshlut í Kælifélaginu til móts við Óskar.
„Óskar hóf svo störf hjá KAPP í Garðabænum um mánaðarmótin janúar/febrúar. Þar var hann með okkur í hinum og þessum verkefnum. Aðstoðaði okkur t.a.m. við að setja upp stóran frystiklefa hjá Nathan og Olsen niður í Klettagörðum, sinnti kæli og frysti verkefnum í verslunum á höfuðborgarsvæðinu ásamt því að taka þátt í þjónustuverkefnum og uppsetningu á Optim-ICE ísþykknibúnaði í nokkur skip. Þegar við fengum svo þetta verkefni hjá HS veitum varð úr að Óskar fór að vinna í því þegar það fór af stað núna um miðjan júní. Kælifélagið varð svo eiginlega til upp úr því verkefni.
„Kælifélagið verður eiginlegur þjónustu- og söluaðili KAPP hér í Eyjum. Hugmyndin er sú að ég geti sinnt öllum kæli- og frystverkefnum sem til falla Eyjum ásamt öðrum tæknimálum svo sem rafmagnsverkefnum og slíku,“ sagði Óskar.
„Ef að það detta inn stærri verkefni, eins og t.a.m. varmadæluverkefni HS veitna, sendum við þá þann mannskap sem vantar til viðbótar úr Garðabænum. Þá nýtum við okkur aðstöðuna hjá Kælifélaginu hér í Eyjum,“ bætti Freyr við.

Mikil sérfræði þekking
„Við höfum aðeins verið að sinna útgerðinni hér í Eyjum en langar að sækja enn fleiri verkefni þangað,“ sagði Freyr. „Við erum með mikla sérfræðiþekkingu í bæði ammóníak- og freonkerfum. Við erum svolítið að einblína á að sækja inn á þann markað.
Einhver skip gerð út hér frá Eyjum eru til að mynda með ísþykknibúnað sem KAPP hefur verið að framleiða undanfarin ár. Við höfum selt yfir 350 slík kerfi bæði hér innanlands og erlendis undir nafninu Optim-ICE. Þennan búnað mun Kælifélagið sjá um að selja og þjónusta. Til viðbótar erum við svo að bjóða kæli- og frystiklefa, element inn í klefa. Við erum einfaldlega að bjóða heildarlausnir í kæli- og frystibúnaði fyrir bæði verslanir, sjávarútvegsfyrirtæki sem og annan iðnað.“
Eins og er Óskar eini starfsmaður fyrirtækisins en með auknum verkefnum yrði að sjálfsögðu bætt í þar. „Það er alveg klárt mál. Við bætum við mannskap eftir þörfum. En það er alveg ljóst að þessi markaður er svolítið erfiður, þannig. Menn eru fastir fyrir, hafa lengi verið í þjónustu hjá sama aðilanum og ekkert endilega á því að breyta því.“ Sagði Óskar
„Ég lít á þetta sem gífurlegt tækifæri fyrir Eyjamenn að hafa mann með þessa þekkingu og kunnáttu á staðnum. Ef eitthvað er að bila í stórum kerfum að þurfa ekki að vera leita suður og flytja mannskap út í Eyjar með tilheyrandi kostnaði. Það hlýtur að vera góðs viti,“ sagði Freyr að lokum.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst