Gott að versla í Eyjum - Hryggur, púsl og bækur

Hryggur, púsl og bækur Jósef Róbertsson eða Jobbi ein og hann er betur þekktur var kátur þegar við heyrðum í honum. „Við erum löngu byrjuð að undirbúa jólin og allt að smella saman. Desember mánuður er gríðarlega stór í sölu og mikið álag sem við tökum fagnandi enda með frábært starfsfólk hjá Bónus.“ Hann segir árið hafa verið gott. „Við höfum séð mikla aukningu og lengri tíma þar sem við fáum ferðamanninn inn sem skiptir okkur miklu máli þeir eru enn að koma við hjá okkur og virðist hafa lengst í báða enda sem er frábært.“

Aðspurður um jólamatinn var Jobbi ekki í vafa. „Vinsælasti jólamaturinn er að sjálfsögðu Bónus hryggurinn sem slær alltaf í gegn og selst yfirleitt alltaf upp.“ Hann segir alltaf eitthvað nýtt vera í boði fyrir alla hvort sem það er matvara eða sérvara. Ég reyni að henda út á Facebook jafnóðum og það kemur inn. Við minnum alla á að spil og bækur eru komnar inn og fullt af nýjum spilum einnig Wagsgij púsluspilin sem seljast alltaf mjög vel og þar á meðal jóla Wasgij þar sem þú færð tvö púsl í pakkanum. Annars vill ég bjóða alla velkomna til okkar og gleðileg jól frá starfsfólki Bónus.“

Nýjustu fréttir

„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.